Stefanía S. Ólafsdóttir

stefania-nyjaland-240

Stefanía S. Ólafsdóttir græðari er með Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og útskrifaðist úr CCST eða College of Cranio Sacral Therapy í febrúar 2005.

Margir mínir skjólstæðingar hafa gert það að lífsstíl að koma reglulega og þeir eru á öllum aldri. Tel ég mig mjög heppna með að stór hluti minna skjóstæðinga eru börn á öllum aldri eða frá 2ja vikna.

Heilun – Ég hef lært fjóra áfanga frá Healer practitoner associaiation international og er meðlimur nr.1884. Hóf nám 1994 og öðlaðist kennsluréttindi 2007. Hef unnið með heilun allan tímann frá því ég hóf nám.

Blómadroparáðgjöf, blómadropum kynntist ég fyrst fyrir 15 árum.

“Blómadropar eru minn stóri happdrættisvinningur.”

Allar þessar meðferðir eru þannig að það er engin áhætta um að þær geti skaðað eða skemmt á neinn hátt. Og það er hægt að vera gera hvað sem er annað án þess að það rekist á við þessi meðferðarform (heilun, blómadropar og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun). Heldur þvert á móti geta þær stutt við annað og hjálpað til um að ná sem bestum árangri.

Ég bý yfir langri reynslu sem ég vil gjarnan miðla áfram og hef því kosið að kenna öðrum bæði heilun og blómadropa.

Frá 19 ára aldri hef ég unnið með fólk en þá útskrifast ég úr Sjúkraliðaskóla Íslands og hóf störf á Landakotspítala árið 1977 til ársins 1989.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland