Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

Við í Nýjalandi bjóðum upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Þetta er mjög mild en öflug meðferð sem getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla.

Meðferðin er heildræn og nær að hafa áhrif á líkamleg og sálræn mynstur sem hafa komið fyrir tilverknað sjúkdóma, slysa og áfalla. Hbs. hefur ekki bara áhrif á ákveðna líkamshluta, heldur á allan líkamann og manneskjuna í heild.

Hún hentar öllum aldri frá vöggu til grafar. Of langt er að telja allt sem hægt er að ná árangri með en börnum og hvítvoðungum gagnast sérlega vel af þessari meðferð og vinnur hún með alla algenga kvilla nútímasamfélagsins s.s. streitu, háls-, höfuð- og bakverki, hálshnykki, þunglyndi og önnur sál-líkamleg mynstur.

Aðalmarkmið með Hbs. er að koma á og viðhalda heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum.Takist það nær líkaminn sjálfur að ná hámarksafköstum við að vinna úr hvers kyns ójafnvægi sem getur leitt til sjúkdóma.

Hver meðferð er um 60 mín.

Verð: 9500 kr.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland