Stakir FES blómadropar

FES framleiðir yfir 200 tegundir stakra blómadropa sem Nýjaland er einnig með til sölu. Hver og einn blómadropi er með sína einstöku virkni sem skiptist í jákvæða eiginleika og mynstur ójafnvægis.

Aðferðir til notkunar:

Úðaflaska: Sett er vatn í 30 ml úðaflösku. Bætt er  út í 1-2 dropum af blómadropanum. Til þess að auka geymsluþol má annaðhvort bæta jurtaglýserín eða koníaksdreitil (ekki nauðsynlegt). Blanda má 6-8 tegundum af mismunandi blómadropum saman ef þörf þykir. Spreyjað er undir tungu 4×4 jafnt yfir daginn.  Einnig er hægt að spreyja í kringum líkamann og áruna.

Drykkjarvatn: Bætt er 1-2 dropum af blómadropanum út í vatn og drukkið 4x yfir daginn (eða oftar).

Ath. til þess að auka virkni má auka tíðnina (óþarfi að auka magnið).

 

Listi yfir blómadropa

Aloe Vera Aloe vera (Gult)

Jákvæðir eiginleikar:
Aukinn sköpunarkraftur sameinaður með lífsorkunni, heilbrigð tjáning sálarinnar.

Mynstur ójafnvægis: Mikil áhersla á viljakraftinn. Of mikill ákafi og keppnisandi; fyrir þá sem eru “algjörlega búnir á því” eða þjást af einkennum vinnualka.

Agrimony:  


Jákvæðir eiginleikar:
Hreinskilni í sambandi við tilfinningar, sætta sig við og vinna með
tilfinningalegan sársauka, öðlast innri frið.

Mynstur ójafnvægis:
Kvíði og sársauki falinn undir brosi; afneitun og hjákvæmd frá tilfinningalegum sársauka, misnotkun á vanabindandi efnum til þess að deyfa tilfinningar.

Alpine Lily Lilium parvum(Rautt-Appelsínugult)

Jákvæðir eiginleikar:
Geislandi og sterk kvenímynd, aukin tenging við kvenlíkamann og fegurð kvenleikans.

Mynstur ójafnvægis: Skert tenging við kvenlega sjálfið og vitundina. Höfnun og afneitun í garð kvenlíkamans.

Angel’s Trumpet Datura candida
(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:
Gefa sig á vald andlegu tengingunarinnar við dauða eða á tímum mikilla breytinga; opna sálina og leyfa henni að þroskast og finna sálrænu tenginguna.

Mynstur ójafnvægis: Hræðsla við dauðann, mótspyrna við að sleppa takinu á efnisheiminum og fara yfir í næsta heim; afneitun á tilveru hærri vitundarstigum og þörf sálarinnar fyrir breytingu.

Angelica Angelica archangelica(Hvítt)


Jákvæðir eiginleikar:

Finna fyrir vernd og leiðsögn frá æðri verum, sérstaklega við fæðingar og dauða eða aðrar mikilvægar lífsreynslur.

Mynstur ójafnvægis: Lítil sem engin tenging við andlegu hliðina og þörf fyrir vernd og umhyggju almættisins.

Arnica Arnica mollis(Gult)


Jákvæðir eiginleikar:

Meðvituð tenging við jörðina og alheimsorkuna, þrátt fyrir neyð eða mikið álag; bati vegna mikilla áfalla. Hjálpar við að losa djúp og gömul sár.

Mynstur ójafnvægis: Rofin tenging við æðra sjálfið vegna áfalls eða losts; hugrof, truflun eða dulin áföll úr fortíðinni.


Aspen:
Populus tremula (Grænt/Grátt)

Jákvæðir eiginleikar:
Traust og trú til þess að mæta því óþekkta, öðlast innri styrk frá andlega heiminum.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við það sem er framundan, kvíði og hræðsla, falinn ótti, martraðir.

Baby Blue Eyes Nemophila menziesii(Ljósblátt)


Jákvæðir eiginleikar:

Barnslegir eiginleikar: sakleysi og traust; finna fyrir stuðningi og kærleika, sérstaklega frá karlmönnum; trú á handleiðslu guðs eða
æðri verum.

Mynstur ójafnvægis: Fer í vörn, óöryggi, skortur á trausti; fráhvarf frá andlegum leiðbeinendum; skortur á stuðningi frá föður
eða föðurímundum í æsku.

Basil Ocimum basilicu(Hvítt)


Jákvæðir eiginleikar:

Sameinar kynferðislegu og sálrænu tengingunni í heilaga heild.

Mynstur ójafnvægis: Skipting á kynferði og andlegu tengingunni, leiðir oftast til laumulegar hegðunnar, tvískipta sambanda eða kynlífsfíknar.

Beech:
Fagus sylvatica (Rautt)
Jákvæðir eiginleikar: Umburðarlyndi, viðurkenna veikleika annarra og umbera annað fólk eins og það er, sjá kosti og það góða í öðrum og öllum aðstæðum.

Mynstur ójafnvægis:
Smámunasemi, gagnrýni, fullkomnunarárátta, óumburðarlyndi; óraunhæfar væntingar til annarra; ofurnæmni á umhverfið í kring.

Black Cohosh Cimicifuga racemosa(Hvítt)


Jákvæðir eiginleikar:

Hugrekki til að takast á við erfiðar aðstæður, í stað fyrir að hörfa til baka frá grimmum og ofbeldisfullum samböndum eða aðstæðum;
hreinn og kraftmikill dulrænn kraftur.

Mynstur ójafnvægis: Föst í sambandi eða lífstíl sem er ofbeldisfullur, ávanabindandi eða ofsafullur; djúpar, kertir dulrænir kraftar. fullaraftur. aðstæðum sársaukafullar tilfinningar, yfirfullir eða skertir
dulrænir kraftar.

Black-Eyed Susan Rudbeckia hirta(Gult/svart í miðjunni)


Jákvæðir eiginleikar:

Meðvitund og viðurkenning á öllum hliðum sjálfsins, djúpt innsæi og aukin sjálfsvitund.

Mynstur ójafnvægis:Bæla niður dökkar og
skuggahliðar persónuleikans, ávanabindandi hegðun vegna tengingar við sjálfið og meðvitundina.

Blackberry Rubus ursinus(Hvítt-Bleikt)


Jákvæðir eiginleikar:

Fagmannleg tjáning; skýr hugsjón og sterkur viljakraftur, ákveðni og metnaður.

Mynstur ójafnvægis: Óákveðni og vangeta til þess að koma hugmyndum í verk og sífell seinkun á verkefnum.

Bleeding Heart Dicentra formosa(Bleikt)


Jákvæðir eiginleikar:
Geta til þess að elska aðra skilyrðislaust með opnu hjarta,
tilfinningafrelsi.

Mynstur ójafnvægis: Fastur í samböndum byggð á ótta, ráðríki eða tilfinningaleg ósjálfstæði.

Borage Borago officinalis(Blátt)


Jákvæðir eiginleikar:
Hamingjuríkir gleðikraftar sem fara inn á hjartastöðina, hugrekki og jákvæðni.

Mynstur ójafnvægis: Þyngsli yfir
hjartanu, mikil sorg, lítið sjálfstraust og erfiðleikar með að ráða við aðstæður, þunglyndisleg hegðun.

Buttercup Ranunculus occidentalis(Gult)


Jákvæðir eiginleikar:
Geislandi innri fegurð, óháð stöðu eða frægð í samfélaginu, sjálfsöryggi.
Mynstur ójafnvægis:

Lítið sjálfstraust, vangeta til þess að meta eða upplifa ynnri fegurðina og einstakleikann; lítið sjálfsmat.

Calendula Calendula officinalis(Appelsínugult)


Jákvæðir eiginleikar:
Hlýleiki og næmni við annað fólk, aukin tjáning og samskipti.

Mynstur ójafnvægis: Þrasgjarn, skortur á næmni og lélegt viðmót í garð annarra, orðljótur.

California Pitcher Plant Darlingtonia californica(Grænt/Fjólublátt)


Jákvæðir eiginleikar:
Lífskraftur og jarðtenging, aukið innsæi og heilbrigð tenging við líkamann.

Mynstur ójafnvægis:
Áhugalaus eða þróttlaus; tengt hræðslu við að fara eftir eðlisávísuninni og innsæinu, miklar meltingartruflanir.

California Poppy Eschscholzia californica(Gyllt)


Jákvæðir eiginleikar:
Geislandi friður í hjartanu, ljós og kærleikur í réttu flæði, setja val og gildi í rétta röð.

Mynstur ójafnvægis:

Yfirborðskennd og röng tenging við æðri vitund, flótti og ávanabindandi hegðun í gegnum lyf eða eiturlyf.

California Wild Rose Rosa californica(Bleikt)


Jákvæðir eiginleikar:
Tenging og kraftur til jarðarinnar, samúð gegn öllum lifandi verum
jarðarinnar, gefa og þiggja með kærleika.

Mynstur ójafnvægis: Tilfinningaleysi, uppgjöf, aðgerðaleysi; vangeta til að hvetja viljakraftana í gegnum hjartað.

Calla Lily Zantedeschia aethiopica(Hvítt/Gult)


Jákvæðir eiginleikar:
Vissa um kynhneigð, gott sjálfstraust og sátt við eigin kynhneigð.
Sameining kven- og karlorkunnar.

Mynstur ójafnvægis: Óvissa um kynhneigð eða kyn; særindi vegna fordóma í samfélaginu.

Canyon Dudleya Dudleya cymosa(Appelsínugult)


Jákvæðir eiginleikar:
Sálrænir og líkamlegir eiginleikar í jafnvægi, jarðtengir á hverjum
degi; útgeislun og vald á guðlegum náðargáfum.

Mynstur ójafnvægis: Erfiðar sálrænar reynslur; of miklar áherslur á miðilsgáfur og þáttöku í sálrænum reynslum.

Cayenne Capsicum annuum(Hvítt)


Jákvæðir eiginleikar:

Ástríðufullur og orkumikill, opinn hugi, hæfileiki til að þroskast og breytast.

Mynstur ójafnvægis: Stöðnun, vangeta til þess að halda áfram að þroskast og breytast.


Centaury
Centaurium erythraea (Bleikt)
Jákvæðir eiginleikar:
Læra að hugsa um sjálfan sig og sínar þarfir líka, ekki einungis alla aðra í kringum sig; innri styrkur og læra að segja “Nei” þegar til þess þarf.

Mynstur ójafnvægis: Stjórnað af öðrum, þjóna til þess að geðjast öðrum, undirgefinn og
veikgeðja; vanrækja eigin þarfir.


Cerato
Ceratostigma
willmottiana (Blátt)
Jákvæðir eiginleikar:
Treysta innsæinu, sjálfstraust, vissa, trú á eigin getu.

Mynstur ójafnvægis:
Sífellar efasemdir um sjálfan sig, vanmeta eigin getu og þekkingu, of háður skoðunum og ráðleggingum annarra.

Chamomile

Matricaria recutita(Hvítt/Gult í miðju)


Jákvæðir eiginleikar:

Friðsæld, tilfinningalegt jafnvægi, léttur í lund.

Mynstur ójafnvægis: Fer auðveldlega í uppnám, skapbráður uppstökkur, vangeta til þess að vinna úr tilfinningalegum flækjum,
spenna yfir magastöð og solar plexus.

Chaparral
also known as Creosote Bush
Larrea tridentata(Gult)


Jákvæðir eiginleikar:
Sálræna vitundin í jafnvægi, djúpt innsæi og tenging við sjálfið.

Mynstur ójafnvægis: Sálræn og líkamleg “eitrun”, truflaðir draumar og innri barátta; eitrun vegna eiturlyfja, ofbeldis eða áfalla.


Cherry Plum
Prunus cerasifera (Hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Treysta og gefa sig á vald æðri mátta, finna vernd og leiðsögn æðri vera; jafnvægi og rólyndi þrátt fyrir mikinn kvíða.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við að missa tökin eða við taugaáfall; örvænting, neikvæðar
hvatir.


Chestnut Bud
Aesculus
hippocastanum (Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Læra að nota lífsreynslur til þess að þroskast, skilningur á karmalögmálinu; Viska, lærdómur og þekking.

Mynstur ójafnvægis: Lítil eftirtekt á umhverfinu og gangi lífsins, endurtekin mistök,
vangeta til að læra frá fyrri reynslum.


Chicory
Cichorium intybus (Blátt)
Jákvæðir eiginleikar:
Skilyrðislaus ást, virða frelsi og einstakleika annarra.

Mynstur ójafnvægis: Tjá ást sína á rangan hátt, eigingirni, kröfugirni, þurfandi; athygli fengin með neikvæðri hegðun; sjálfselska.

Chrysanthemum Chrysanthemum morifolium(Rauð-Brúnt)


Jákvæðir eiginleikar:

Geta til þess að greina á milli æðri og veraldlegs krafts; yfirskilvitleg tjáning sálarinnar.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við að eldast og dauðleikann, mikil áhersla á hið veraldlega; efnishyggja, aldurskreppa.


Clematis
Clematis
vitalba (Hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Vakning, meðvituð nærvera, tenging við jarðlíkamann; holdtekja.

Mynstur ójafnvægis: Forðast líðandi stund með því að dagdreyma; annars konar jarðneskar hugsjónir.

Corn Zea
mays(Gul-Hvítt)


Jákvæðir eiginleikar:

Tenging við jörðina, sérstaklega í gegnum líkamann og fæturna; góð jarðtenging.

Mynstur ójafnvægis: Vangeta til að halda sér jarðtengdum; annars huga og kvíðafullur; á erfitt með að vera í margmenni.

Cosmos Cosmos bipinnatus(Rauð-Fjólublátt/Gult)


Jákvæðir eiginleikar:

Að sameina hugmyndir og mál; geta til að tjá hugsanir og hugmyndir; betri tjáning.

Mynstur ójafnvægis: Annars hugar, ruglingsleg samskipti; talar of hratt, gagntekinn af of mörgum hugmyndum.


Crab Apple
Malus sylvestris (Hvítt með bleikum blæ)
Jákvæðir eiginleikar:
Hreinsar, innri hreinleiki og fegurð.

Mynstur ójafnvægis:
Tilfinning um að vera óhreinn og skítugur, gagntekinn af ófullkomleika og göllum.

     
Dandelion Taraxacum officinale(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Kraftmikil líkamsorka og lífskraftur; vellíðan í starfi og áhugamálum.

Mynstur ójafnvægis: Of spenntur, stífur, sérstaklega í vöðvum; leggja of mikið á líkama og sál.

Deerbrush Ceanothus integerrimus(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hreinleiki og heiðarleiki; meðvitaður um eigin hvatir, hegðun tengd við tilfinningarnar.

Mynstur ójafnvægis: Ruglingslegar hvatir sem rekast á; óheiðarleiki og yfirborðskennd; kurteisi sem er ekki byggð á sönnum tilfinningum.

Dill Anethum graveolens(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Hæfileika til þess að njóta lífsins til þess ýtrasta; sérstaklega í gegnum skynjunina s.s. lyktarskynið, snertiskynið, heyrnina, sjónina o.fl.

Mynstur ójafnvægis: Yfirbugaður vegna mikils ytra áreitis, of mikil næmni gagnvart umhverfi, stífla í skynfærum.

Dogwood Cornus nuttallii(Gult/Hvít stoðblöð)

Jákvæðir eiginleikar:

Þokkafullar hreyfingar, líkami og sál í jafnvægi. Vandræðalegar hreyfingar, röng líkamsstaða sem leiðir til s ársauka
Mynstur ójafnvægis
: líða illa í eigin líkama, sársaukafullar tilfinningar geymdar djúpt inni í líkamanum.
Easter Lily Lilium longiflorum(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hreinleiki sálarinnar; geta tengt saman kynhneigð og hið andlega, sætta sig við líkamlegar hvatir.

Mynstur ójafnvægis: Finnast kynhvatir vera rangar, óhreinleiki; innri barátta á milli andlegrar þróunar og kynhvata.

Echinacea Echinacea purpurea(Bleikt/Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Óskertur kjarni; viðhalda sambandinu við sjálfið, sérstaklega á erfiðum tímum.

Mynstur ójafnvægis: Niðurbrotinn vegna mikils áfalls eða misþyrmingar; missa tenginguna við sjálfið, tómleiki; andlega fjarverandi, léleg starfsemi ónæmiskerfisins.


Elm
Ulmus procera (Rauð-brúnt)
Jákvæðir eiginleikar:
Aukið sjálfstraust, trú á sjálfan sig til að geta lokið verkefnum með glæsibrag.

Mynstur ójafnvægis:

Gagntekinn af skyldum og ábyrgð, trúa ekki á sjálfan sig, óraunhæfar væntingar til sjálfrar sín, fullkomnunarárátta.
 
Evening Primrose Oenothera hookeri(Gult)

Jákvæðir eiginleikar
: Geta til þess að unnið úr sársaukafullum tilfinningum fengnar úr æsku frá foreldrum; geta til þess að opna sig alveg, tengjast öðrum og mynda raunveruleg sambönd.

Mynstur ójafnvægis: Höfnunartilfinning fengin í móðurkviði eða úr æsku; forðast að tengjast öðrum og mynda sambönd, hræðsla við foreldrahlutverk; kynkuldi og tilfinningadeyf.

Fairy Lantern Calochortus albus(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Þroskast á heilbrigðan hátt, sætta sig við ábyrgð og skyldur sem fylgja því að vera fullorðinn.

Mynstur ójafnvægis: Óþroski, ósjálfbjarga, þurfandi, barnalegur; ófær um að taka ábyrgð á eigin gerðum.

Fawn Lily Erythronium purpurascens(Gult og Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Taka þátt í félagslífinu, vera meðvitaðri um umheiminn; þora að deila andlegum hæfileikum með öðrum.

Mynstur ójafnvægis: Draga sig í hlé, vernda og einangra sjálfan sig, of mikil næmni gagnvart öðrum og umhverfinu, vantar innri styrk til að takast á við nútímaheiminn.

Filaree Erodium cicutarium(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Alheimssýn; getan til að sjá lífið og tilveruna í réttu ljósi.

Mynstur ójafnvægis: Stöðugar áhyggjur um hluti sem skipta litlu sem engu máli; ófær um að skapa víðsýni og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni; of mikil áhersla á smáatriðin.


Five-Flower Formula
 
Blanda af Cherry Plum, Clematis, Impatiens, Rock Rose og Star of
Bethlehem.
Jákvæðir eiginleikar:

Róar og stillir þegar um mikinn kvíða, ótta eða hvers kyns neyðartilfelli er að ræða.
Mynstur ójafnvægis:

Óstjórnlaus kvíði, ótti eftir mikið áfall eða misþyrmingar.

Forget-Me-Not

Myosotis sylvatica(Blátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Skilningur á hvernig örlögin tengja okkur við aðra og við æðri verurnar í andlega heiminum; djúp vitund; sambönd byggð á tengingum við sálina.

Mynstur ójafnvægis: Vangeta til þess að tengjast við aðra í veraldlega og andlega heiminum; einmanaleiki, einangrun.

Fuchsia Fuchsia hybrida(red/purple)

Jákvæðir eiginleikar:

Geta til að upplifa og tjá djúpar, sterkar og sannar tilfinningar.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil tilfinningasemi eða móðursýki til þess að fela djúpan sársauka og áföll; truflanir á líkamsstarfssemi sem eru af geðrænum toga.

Garlic Allium sativum(Fjólublátt)

Jákvæðir
eiginleikar:

Styrkir og verndar áruna og geðlíkamann, veitir mótstöðu gegn neikvæðri orku, gefur kraft og lífsorku.

Mynstur ójafnvægis: Hræddur og máttvana vegna neikvæðra og fjandsamlega krafta sem nærast á lífskraftinum og hafa komið sér
fyrir í árunni.


Gentian
Gentiana amarella (Fjólublátt)
Jákvæðir eiginleikar:
Þrautseigja, sjálfstraust; styrkur til að halda áfram gangandi þrátt fyrir erfiðleika.

Mynstur ójafnvægis:
Efasemdir, ófær um að halda áfram vegna erfiðleika, missir kjarkinn auðveldlega.

 
Golden Ear Drops Dicentra chrysantha(Gult)Jákvæðir eiginleikar:

Færni til þess að skilja mikilvægar reynslur í fortíðinni og sætta sig við þær, losa sig við sársaukafullar minningar úr fortíðinni og
lifa í núinu.

Mynstur ójafnvægis: Sársaukafullur minningar úr fortíð og æsku bældar niður; kvalafullar tilfinningar sem hafa áhrif á
núverandi líðan, tilfinningalegt ójafnvægi.

Golden Yarrow Achillea filipendulina(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Geta opnað sig fyrir öðrum og fundið fyrir innri styrk, fær um að taka þátt í félagslífinu sem veitir andlegt jafnvægi.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil næmni gagnvart umhverfinu sem leiðir til félagslegar einangrunar, eða falskrar persónu; misnotkun á ávanabindandi efnum eða lyfjum til að búa til skjöld eða grímu gagnvart öðrum manneskjum.

Goldenrod Solidago californica(Gult)Jákvæðir eiginleikar:

Þróað einstaklingseðli, kunna að meta eigin sérstöku einkennni og persónuleika; finna innri styrk og vera í jafnvægi, sérstaklega í margmenni.

Mynstur ójafnvægis: Lætur aðra hafa of mikil áhrif á sig; ófær um að vera trúr sjálfum sér, lætur auðveldlega undan þrýstingi frá öðrum, lætur væntingar samfélagsins setja sig úr jafnvægi.


Gorse
Ulex europaeus (Gyllt,gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Stöðug trú og von, jákvæðni, rósemi og styrkleiki.
Mynstur ójafnvægis:

Vonleysi, uppgjöf, neikvæðni, kjarkleysi.

Heather
Calluna vulgaris (Bleikt, Fjólublátt)
Jákvæðir eiginleikar:
Innra jafnvægi og ró, ná að njóta sín til fulls.
Mynstur ójafnvægis:

Of málgefinn, sjálfselskur, hugsar bara um sjálfan sig og sín vandamál.
Hibiscus Hibiscus rosa-sinensis(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Kvenleg meðvitund; hlýleiki, tenging sálarinnar og líkamlegrar ástríðu.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að tengjast kvenlega sjálfinu og kynhneigðinni, lítil sem engin kynlífslöngun; skortur á lífskrafti og hlýju, oft vegna misnotkunar eða áreitis.


Holly
Ilex aquifolium (Hvítt með bleikum blæ)
Jákvæðir eiginleikar:
Gefa og þiggja kærleika, tenging við alheimsorkuna; samúð og opið hjarta.
Mynstur ójafnvægis:

Finnast ófær um að elska; afbrýðisemi, efasemdir, reiði og öfund.

Honeysuckle
Lonicera caprifolium (Rautt/Hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Lifa í núinu; læra að nýta fyrri reynslur úr fortíðinni en um leið að læra að sleppa henni.
Mynstur ójafnvægis:

Fortíðarþrá; geta ekki sleppt fortíðinni, þrá í það sem var en er ekki lengur, heimþrá.

Hornbeam
Carpinus betulus (Gult/Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Lífskraftur, orka, áhugi og metnaður í einu sem öllu.
Mynstur ójafnvægis:

Þreyta, áhugaleysi; dagleg verkefni séð sem mikil byrði og skylda.
Hound’s Tongue Cynoglossum grande(Blátt/Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Víðsýni; fær um að sjá veruleikann frá mismunandi sjónarhornum, tenging ímyndunarinnar og vitsmuna.

Mynstur ójafnvægis: Efnishyggja, þröngsýni; ófær um að tengjast því andlega, sér heiminn einungis frá vísindalegu sjónarhorni; þyngsli eða deyfð í líkamanum getur fylgt.


Impatiens
Impatiens glandulifera (Bleikt/Ljós purpurarauður)
Jákvæðir eiginleikar:
Þolinmæði, skilningur; tengjast flæðinu.
Mynstur ójafnvægis:

Óþolinmæði, pirringur, spenna, óumburðarlyndi.
Indian Paintbrush Castilleja miniata(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Fullur af lífi, sköpunarkraftur, frjó listræn starfsemi.

Mynstur ójafnvægis: Lítill lífskraftur og þróttleysi, ófær um að hleypa sköpunarkraftinum út.

Indian Pink Silene californica(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Geta til þess að halda ró sinni og einbeitingu, jafnvel undir miklu álagi; hafa stjórn á mismunandi verkefnum.

Mynstur ójafnvægis: Ójafnvægi og einbeitingarleysi; ófær um að einbeita sér að mörgum verkefnum í einu.

Iris Iris douglasiana(Blátt-Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Veitir innblástur, örvar sköpunarkraft, tenging við æðri svið; ný og geislandi sýn á lífið.

Mynstur ójafnvægis: Lítill innblástur og sköpunarmáttur; leiði vegna hversdagsleikans.

Lady’s Slipper (Gult) Cypripedium parviflorum(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Nýta andlegu tenginguna og kraftinn í hversdagslífinu, hreinsar og kemur jafnvægi á rótarstöðina.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að sameina andlegu tenginguna við hversdagslífið og vinnuna; taugaspenna og þreyta, flæði milli orkustöðvanna stíflað, lítil kynlífslöngun.


Larch
Larix decidua (Rautt/Gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Sjálfstraust og öryggi, aukin tjáning, trú á sjálfan sig; þora að taka áhættu og prófa eitthvað nýtt.
Mynstur ójafnvægis:

Lítið sjálfstraust, búast við að misheppnast, sjálfsgagnrýninn.
Larkspur Delphinium nuttallianum(Blá-Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hrífa fjöldann með sér; leiðtogahæfileikar, útgeislun, smitandi áhugi og metnaður, þjóna með ánægju.

Mynstur ójafnvægis: Taka að sér leiðtogastörf einungis vegna ábyrgðar en ekki ánægju. Ófær um að hvetja og veita öðrum innblástur.

Lavender Lavandula officinalis(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Andleg næmni, dýpri vitund, ró og jafnvægi.

Mynstur ójafnvægis: Kvíði, svefnleysi, spenna. Oftast “hátt uppi” og tekur til sín meiri orku en líkaminn þarf og getur meðhöndlað.

Lotus Nelumbo nucifera(Bleikt)

Jákvæðir eiginleikar:

Opnir andlegir eiginleikar, auðmýki, tenging við innsæið, kemur jafnvægi á hvirfilstöðina.

Mynstur ójafnvægis: Andlegir eiginleikar í ójafnvægi; hvirfilstöðin þróaðri en hinar orkustöðvarnar sem leiðir til hroka og yfirlæti yfir öðrum sem eru ekki eins andlega þroskaðir.

Love-Lies-Bleeding Amaranthus caudatus(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:
Sjá aðra hlið á sársaukanum; getan til þess að skilja að eigin þjáning er hluti af stærri, dýpri reynslu sem getur þroskað mann og veitt samúð og kærleika til annarra. Fylla hjartað af kærleika í stað fyrir sársauka.

Mynstur ójafnvægis: Sársauki og þjáning magnast upp vegna einangrunar; mikið þunglyndi eða örvænting.

Madia Madia elegans(Gult með rauðum doppum)

Jákvæðir eiginleikar:

Nákvæm hugsun, einbeiting og agi.

Mynstur ójafnvægis: Annars hugar, vangeta til þess að einbeita sér, utan við sig, áhugalaus.

Mallow Sidalcea glauscens(Bleikt-Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hlýr og geðþekkur, vingjarnlegheit, geta til þess að opna sig og deila með öðrum.

Mynstur ójafnvægis: Óöryggi í samböndum við aðra, ótti við að leita til annarra, leiðir til félagslegrar einangrunar.

Manzanita Arctostaphylos viscida(Hvítt-Bleikt)

Jákvæðir eiginleikar:
Holdtekja; tenging sjálfsins við veraldlega heiminn, andlega tengingin
sameinuð líkamanum.

Mynstur ójafnvægis: Lítil jarðtenging, ótengdur veraldlega heiminum; fyrirlitning líkamans og þess veraldlega; át- og svefnraskanir.

Mariposa Lily Calochortus leichtlinii(Hvít/Gul í miðju/Fjólubláar doppur)

Jákvæðir eiginleikar:

Tenging við móðurlega kærleikann, hlýleikann og vitundina; jákvæð tilfinningatengsl milli móður og barns, heilun á barninu innra með okkur.

Mynstur ójafnvægis: Slitinn tilfinningatengslum frá móður eða
móður ímynd, erfið æska; skilnaður við nákominn, misnotkun.

Milkweed Asclepias cordifolia(Rautt-Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Heilbrigt egó; sjálfstæði og sjálfsöryggi.

Mynstur ójafnvægis: Ósjálfstæði og tilfinningaleg afturför, deyfir vitundina með eiturlyfjum, lyfjum, áfengi, ofáti; þrá til þess að flýja frá sjálfsvitundinni, búa til erfiðleika til þes að fá athygli.


Mimulus
Mimulus guttatus (Gul, rauðar doppur)
Jákvæðar eiginleikar:
Hugrekki og sjálfstraust til að takast á við áskoranir lífsins.
Mynstur ójafnvægis:

Ótti við hversdagslífið; feimni.
Morning Glory Ipomoea purpurea(Blátt)

Jákvæðir
eiginleikar:

Geislandi lífskraftur, vakandi og endurnærður; í snertingu við lífið.

Mynstur ójafnvægis: Þreyta, deyfð eða “þunnur”, erfitt að komast í tengingu við líkamann, sérstaklega á morgnana;
ávanabindandi venjur.

Mountain Pennyroyal Monardella odoratissima(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Styrkur og skýr hugsjón, bægir frá neikæðum hugsunum, jákvæðni og heilsteypt skapgerð.

Mynstur ójafnvægis: Tekur ómeðvitað til sín neikvæða orku og hugsanir annarra, ófær um að taka skynsamlegar ákvarðanir.

Mountain Pride Penstemon newberryi(Blárautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hrein og bein karlkyns orka; ákveðni og geta til þess að standa á sínum eigin skoðunum og taka afstöðu.

Mynstur ójafnvægis: Óákveðni og hik á að takast á við áskoranir; ekki viss í sinni sök, ófær um að standa á sínum eigin skoðunum.

Mugwort Artemisia douglasiana(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Vera móttækilegri fyrir skilaboðum og reynslum í draumum og nýta þær í hversdagslífinu; geta tengt og flutt vitundina á æðri svið.

Mynstur ójafnvægis: Vangeta til að halda sálrænu kröftunum í jafnvægi, lítil tenging við veraldlega heiminn, móðursýki og tilfinninganæmni.

Mullein Verbascum thapsus(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Hreinskilni, samviskusemi og ákveðni.

Mynstur ójafnvægis: Hlustar ekki á innsæið; óákveðni, ringulreið, siðblinda; ljúga að eða blekkja aðra eða mann sjálfan.


Mustard
Sinapis arvensis (Gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Finna gleði í lífinu, tilfinningalegt jafnvægi, rólyndi.
Mynstur ójafnvægis:

Þunglyndi, örvænting, drungi; þunglyndi án augljósra ástæðna.
Nasturtium Tropaeolum majus(Appelsínu-rautt)Jákvæðir eiginleikar:

Geislandi lífskraftur, útgeislun; hreinsar hugann, lifandi hugsun.

Mynstur ójafnvægis: Þróttleysi, skortur á lífskrafti, hugurinn of virkur vegna mikils náms og lærdóms; of mikil áhersla á
vitsmunina.

Nicotiana(Flowering Tobacco) Nicotiana alata(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Djúpur friður í hjartanu; andlegt og líkamlegt jafnvægi í gegnum tengingu við jörðina.

Mynstur ójafnvægis: Mikil spenna í líkamanum; grunn öndun, vangeta til að fást við djúpar tilfinningar, tilfinningadeyfð.


Oak
Quercus robur (Rautt)
Jákvæðir eiginleikar:
Styrkur, sætta sig við eigin takmörk, vita hvenær á að gefast upp og hætta.

Mynstur ójafnvægis:

Vilji úr stáli, þrjóska, ósveigjanlegur; fer sífellt yfir eigin takmörk.

Olive
Olea europaea (Hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Vakning, endurnæring;komast í tengingu við innra kraftinn
Mynstur ójafnvægis:

Gífurleg þreyta eftir mikið erfiði og strit.
Oregon Grape Berberis aquifolium(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Sjá kærleikann og hlýjuna í öðrum, jákvæðni, búast við góðum vilja, geta til þess að treysta öðrum.
Mynstur ójafnvægis:

Tortrygginn, sífellt í vörn; búast við fjandsemi frá öðrum.
Penstemon Penstemon davidsonii(Fjólu-blátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Innra hugrekki þrátt fyrir hrakningar; þrautseigja; geta til þess að þola mótlæti.

Mynstur ójafnvægis: Finnast vera ofsæktur, sjálfsvorkunn; ófær um að standast erfiðleika og þola mótlæti.

Peppermint Mentha piperita(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Skýr og vakandi hugur, árvekni.

Mynstur ójafnvægis: Þungur á sér, leiði, deyfð; efnaskipti í ójafnvægi sem hafa áhrif á hugann.


Pine
Pinus sylvestris (Rautt/Gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Sætta sig við sjálfan sig, geta til þess að fyrirgefa sjálfum sér, frelsi frá óréttlátum sjálfsásökunum og samviskubits.
Mynstur ójafnvægis:

Samviskubit, sjálfsásakanir, sjálfsgagnrýni, vangeta til þess að
sætta sig við mann sjálfan.
Pink Monkeyflower Mimulus lewisii(Bleikt)Jákvæðir eiginleikar:

Geta til þess að opna sig, heiðarleiki; hugrekki til þess að geta tengst öðrum tilfinningalega.

Mynstur ójafnvægis: Skömm, samviskubit, óverðugleiki; ótti við afhjúpun eða höfnun, fela rétta sjálfið fyrir öðrum, setja upp grímu vegna erfiðleika.

Pink Yarrow Achillea millefolium var. rubra(Bleik-fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Samúð, flæðandi kærleikur frá hjartanu; hæfileg tilfinningaleg fjarlægð.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil næmni gagnvart öðrum, opin ára, mörkin á milli sjálfsins og annarra óskýr.

Poison Oak Rhus diversiloba(Grænleitt-hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Jákvætt tilfinningalegt varnarleysi, geta til þess að tengjast öðrum með snertingu.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við náin kynni, fer í mikla vörn; ótti við að vera svikinn; fjandsamlegur og ýtir öðrum frá sér.

Pomegranate Punica granatum(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Gleðjast yfir kvenlega sköpunarkraftinum, tenging við hið kvenlega hlutverk; geta til þess að velja á milli vinnunnar eða heimilisins og fundið fyrir sátt.

Mynstur ójafnvægis: Haldinn tvíræðum tilfinningum gagnvart sínu kvenlega hlutverki, sérstaklega vegna vals á milli starfs eða heimilisins.

Pretty Face Triteleia ixioides(Gult, brúnar rendur)

Jákvæðir eiginleikar:

Geislandi innri fegurð; sjálfsöryggi og sátt við ytra úlit þrátt fyrir líkamslýti eða galla.

Mynstur ójafnvægis: Finnast ljótur eða hafnað vegna ytra útlits; of mikil áhersla á líkamlegt og ytra útlit.

Purple Monkeyflower Mimulus kelloggii(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hugrekki til að treysta andlegum hæfileikum sínum; geta til þess að halda ró og einbeitingu við andlegar reynslur, tenging við almættið.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við það yfirnáttúrulega, eða við einhvers konar dulænar reynslur; ótti við refsingu eða ámæli vegna fráviks frá trúarlegum venjum fjölskyldunnar eða samfélagsins.

Quaking Grass Briza maxima(Grænt)

Jákvæðir eiginleikar:
Sveigjanleiki og fjölbreytni, félagsleg meðvitund; geta til
þess að unnið í í hóp með öðrum og halda tengingunni við Sjálfið.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að vinna í hóp, gerir ekki málamiðlanir, virðir ekki skoðanir eða vilja annnarra.

Queen Anne’s Lace Daucus carota(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Djúpt andlegt innsæi, skýr hugsjón; hjálpar þeim sem vilja þróa andlegu hæfileika sína.

Mynstur ójafnvægis: Árátta að hlutgera huglæg fyrirbæri; truflun á miðlunar eða andlegum hæfileikum vegna kynferðislegs eða tilfinningalegs ójafnvægis.

Quince Chaenomeles speciosa(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Ástúðlegur styrkur; jafnvægi á milli blíðra og gefandi eiginleika og ákveðins aga og hlutlægni. Geta til þess að veita aga og styrk með ástúð.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að beita styrk og valid með hlýhug og blíðu; trufluð tenging við hin karllega eðliseigind mannlegt eðlis.

Rabbitbrush Chrysothamnus nauseosus(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Virk og vakandi vitund; einbeiting og sveigjanleiki.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil áhersla á smáatriði; ófær um að höndla erfiðar aðstæður eða marga hluti í einu.


Red Chestnut
Aesculus carnea (Rautt)
Jákvæðir eiginleikar:
Umhyggja fyrir öðrum með djúpum innri frið, treysta á sjálfan sig og lífið.
Mynstur ójafnvægis:

Gagntekinn af áhyggjum af velferð og vandamálum annarra.
Red Clover Trifolium pratense(Bleik-rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Meðvitaður um eigin hegðun, hugsa skýrt og halda ró sinni, sérstaklega í neyðartilfellum.

Mynstur ójafnvægis: Viðkvæmur fyrir miklum óróa eða kvíða, verður auðveldlega fyrir áhrifum hræðslu eða ofsa kvíða annarra.


Rock Rose
Helianthemum
nummularium (Gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Hugrekki, innri friður og ró við erfiðar aðstæður.
Mynstur ójafnvægis:

Mikil hræðsla, taugaveiklun, skelfing; ótti við dauða eða tortímingu.

Rock Water
Solarized
spring (Vatn)
Jákvæðir eiginleikar: Sveigjanleiki, móttækileiki; komast í snertingu við tilfinningar sínar, njóta lífsins.
Mynstur ójafnvægis:

Stífar væntingar fyrir mann sjálfan, sjálfsafneitun um munað og nautnir.
Rosemary Rosmarinus officinalis(Fjólu-blátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Hlýleg nærvera og ljómandi lífskraftur; heilbrigð holdgun.

Mynstur ójafnvægis: Gleymska, annars hugar, skortir hlýleika í líkamann, sérstaklega í útlimunum; ekki tengdur líkamanum á réttan hátt, erfið holdgun.

Sage Salvia officinalis(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Öðlast visku úr fyrrum lífsreynslum; geta til þess að öðlast skilning og sjá lífið frá æðra sjónarhorni.

Mynstur ójafnvægis: Sjá lífið sem ill örlög og óverðskuldað; ófær um að sjá æðri tilgang og merkingu í atburðum lífsins.

Sagebrush Artemisia tridentata(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Móttækileiki, djúp meðvitund og tenging við innra Sjálfið, fær um breytingar og þroska.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil áhersla á eigur, lífstil eða félagslega viðurkenningu sem heftir möguleikann á þroskun sálarinnar.

Saguaro Carnegiea giganteus(Hvítt, gult í miðju)

Jákvæðir eiginleikar:

Meta það sem er heilagt, tilfinning fyrir hefðum eða erfðum; geta til þess að læra af eldra fólki.

Mynstur ójafnvægis: Mótlæti við valdaaðila, slitna úr tengslum við fortíðina, ófær um að tengjast við innra Sjálfið vegna
óvissu um uppruna og erfðir.

Saint John’s Wort Hypericum perforatum(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Lifandi meðvitund, andleg vernd, tenging við æðri mátt, fyllir hjartað of krafti sólarinnar og ljóssins.

Mynstur ójafnvægis: Andleg og líkamleg viðkvæmni; ótti og kvíði, truflaður svefn eða martraðir; þunglyndi vegna lítillar tengingar við andlega heiminn.

Scarlet Monkeyflower Mimulus cardinalis(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Heiðarleiki, tilfinningaleg næmni, fær um að tjá sig um djúpar tilfinningar, sérstaklega reiði eða vonbrigði.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við sterkar tilfinningar; deyfir og bælir niður tilfinningar; ófær um að höndla mál sem varða reiði eða hjálparleysi; þörf fyrir að líta út fyrir að vera “vingjarnlegur” í
staðinn fyrir “raunverulegur”.


Scleranthus
Scleranthus annuus (Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Ákveðni, treysta á sjálfan sig, hlusta á innsæið.
Mynstur ójafnvægis:

Efablendni, vafi, óákveðni, leitar eftir ráðum annarra, lætur aðra taka ábyrgðina, getur ekki valið á milli.
Scotch Broom Cytisus scoparius(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Horfa björtum og jákvæðum augum á framtíðina, kraftar frá sólinni;
umhyggjusemi, hvatning og tilgangur.

Mynstur ójafnvægis: Kjarkleysi eða þunglyndi; gagntekinn af svartsýni og örvæntingu, sérstaklega í sambandi við það sem er að gerast í heiminum.

Self-Heal Prunella vulgaris(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Sjálfsheilun; geta til þess að finna fyrir heilunarkröftum líkamans og sálarinnar; kjósa heilbrigðan lífstíl og koma vel fram við líkama
og sál, sem leiðir til vellíðunar og sáttar.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að taka ábyrgð á eigin líðan, skortir hvatningu til þess að láta sér líða betur, of háður hjálp frá öðrum.

Shasta Daisy Chrysanthemum maximum(Hvítt, gult í miðju)

Jákvæðir eiginleikar:

Sjálfsvitund, heildarsýn; geta til þess að sameina ólíkar hugmyndir í eina heild, sérstaklega í allri skapandi vinnu s.s. listsköpun, skriftum eða kennslu.

Mynstur ójafnvægis: Of mikil áhersla á vitsmunalegu þættina, sjá hlutina sem búta í staðinn fyrir hluta af stærri heild; “vélræn hugsun”.

Shooting Star Dodecatheon hendersonii(Fjólublátt/Bleikt)

Jákvæðir eiginleikar:

Virðing fyrir lífinu, alheimsvitund; samúð og umhyggja gagnvart jörðinni og öllu sem er lifandi.

Mynstur ójafnvægis: Rofnuð tengsl við jörðina, geta ekki samsvarað sér í veraldega heiminum, finnast ekki eiga heima á jörðinni.

Snapdragon Antirrhinum majus(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Kröftug, flæðandi orka; heilbrigð kynhvöt; tjáning í tilfinningalegu jafnvægi.

Mynstur ójafnvægis: Orðljótur, fjandsamleg tjáning; bæld eða trufluð kynhvöt; spenna í kringum munn eða kjálka, vitlaust bit.


Star of Bethlehem
Ornithogalum umbellatum (Hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Róar og heilar, finna fyrir æðra mættinum og andlegri vernd.
Mynstur ójafnvægis:

Áfall eða lost, annað hvort nýlegt að úr fortíðinni; þörf fyrir huggun og vernd frá andlega heiminum.
Star Thistle Centaurea solstitialis(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Göfuglyndi og örlæti; geta til þess að deila með öðrum og finna fyrir gleði, finna fyrir allsnægtum.

Mynstur ójafnvægis: Ótti við skort, efnishyggja, ófær um að gefa frjálslega, nirfilegir hættir.

Star Tulip Calochortus tolmiei(Hvítt/Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Þróaðri næmleiki og móttækileiki; hlusta á innra Sjálfið og tengjast æðri heimum, sérstaklega í draumum og hugleiðslu.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að tengjast innra Sjálfinu og innsæinu, getur ekki hugleitt eða beðið bænir vegna skorts á æðri
tengingu og flæðis.

Sticky Monkeyflower Mimulus aurantiacus(Appelsínugult)

Jákvæðir eiginleikar:

Hlýleiki og umhyggja í nánu, kynferðislegu sambandi; geta til þess að tjá og upplifa djúpar tilfinningar kærleikans í kynferðislegu
sambandi.

Mynstur ójafnvægis: Bældar kynferðislegar tilfinningar, óviðeigandi kynferðisleg hegðun ótengd kærleikanum; ófær um að
upplifa kærleika í kynlífi; djúpur ótti við náin kynni.

Sunflower Helianthus annuus(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Einstakur persónuleiki, virkja sterka og flæðandi eiginleika sólarinnar; samúð, hlýleiki og útgeislun. Kemur jafnvægi á solar-plexus.

Mynstur ójafnvægis: Lágt sjálfsálit, hroki, ótengdur við sjálfið; röng eða trufluð sjálfsímynd, lítil tenging við karlkyns hlið Sjálfsins.


Sweet Chestnut
Castanea
sativa (Grænt/Gult)
Jákvæðir eiginleikar:
Hugrekki og trú, vegna leiðbeiningu og vernd frá andlega heiminum.
Mynstur ójafnvægis:

Mikil örvænting, þjáning og kvöl; upplifir skuggahliðar sálarinnar.
Sweet Pea Lathyrus latifolius(Rauð-fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Skuldbing við samfélagið, finna sinn stað og hlutverk í samfélaginu, geta til þess að tengjast og búa til félagsleg sambönd.

Mynstur ójafnvægis: Ófær um að tengjast samfélaginu eða finna sitt hlutverk á jörðinni; heimilisleysi, flakkar á milli eins staðar til annars.

Tansy Tanacetum vulgare(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Ákveðni og einbeiting; setja sér markmið; dýpri sjálfsvitund og tjáning.

Mynstur ójafnvægis: Leti, seinlæti; ófær um að taka af skarið; ver sig með að byrgja tilfinningarnar inni við erfiðar aðstæður.

Tiger Lily Triteleia ixioides(Gult, brúnar rendur)

Jákvæðir eiginleikar:

Jákvæð félagsleg samskipti; geta til þess að nýta kvenlegu eiginleikana í samskiptum, innri friður og samhljómur sem grunnur að samskiptum.

Mynstur ójafnvægis: Ágengni, samkeppni, fjandsamlegt viðhorf; ójafnvægi í karlkyns orkunni, ýtir fólki frá sér.

Trillium Trillium chloropetalum(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Gefa og þiggja með kærleika, óeigingirni, geta til þess að hjálpa og þjóna öðrum með heilum hug og fórna sínum þörfum fyrir velferð annarra.

Mynstur ójafnvægis: Græðgi og girnd fyrir valdi og efnislegum
eigum; gagntekinn af eigin þörfum og þrám; efnishyggja.

Trumpet Vine Campsis tagliabuana(Rauð-appelsínugult)

Jákvæðir eiginleikar:

Fallegt málfar og fær um að tjá sig í orðum; sjálfsörugg og skýr tjáning.

Mynstur ójafnvægis: Skortur á lífkrafti og orku í tjáningu;
ófær um að tala skýrt og ákveðið, málhelti.


Vervain
Verbena officinalis (Bleikt/Ljóspurpurarauður)
Jákvæðir eiginleikar:
Hófsemd og stilling, umburðarlyndi og jafnvægi; setja sér hæfileg markmið.
Mynstur ójafnvægis:

Óumburðarlyndi og dramblæti; öfgakenndur ákafi og mikil ofstæki;
taugaþreyta vegna of mikils álags.
Vine Vitis vinifera (Grænt
Jákvæðir eiginleikar:
Þjóna og gera öðrum gott, óeigingirni, umburðarlyndi og skilningur á einstaklega fólks.
Mynstur ójafnvægis:

Ráðríkur, harðstjórnandi, þvinga vilja og þarfir manns upp á aðra.
Violet Viola odorata(Fjólu-blátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Mikið næmi, skýr og andleg hugsjón; deila með og tengjast öðrum en viðhalda samt tengingunni við sjálfið.

Mynstur ójafnvægis: Mikil feimni, fálæti, halda sér utan hópsins, einmanaleiki; vilja en þora ekki að gefa meira af sjálfum sér.


Walnut
Juglans regia (Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Frelsi frá bindandi venjum og hefðum, geta gert heilbrigðar breytingar í eigin lífi, hugrekki til þess að fylgja örlögum sínum.
Mynstur ójafnvægis:

Vera bundinn niður af gömlum gildum og hugsjónum, sérstaklega fjölskyldunnar eða samfélagsins. Fastur í sama fari og hræddur við að gera nauðsynlegar breytingar á tímamótum.

Water Violet
Hottonia palustris (Ljóspurpurararautt, gult í miðju)
Jákvæðir eiginleikar:
Geta til að deila sér og hæfileikum sínum með öðrum, kunna að njóta athyglinnar og meta eigin einstaklega, gefa af sér og tengjast öðrum
á hlýlegan hátt.
Mynstur ójafnvægis:

Halda sér utan hópsins, vanmat á eigin hæfileikum og einstaka persónuleika, fálæti og kuldleiki, skortur á tengingu við aðra.

White Chestnut (Horse Chestnut)
Aesculus hippocastanum (Hvítt og bleikt, rautt og gult í miðju)
Jákvæðir eiginleikar:
Hreinsar hugann, áhyggjuleysi, innri ró og friður, jafnvægi.
Mynstur ójafnvægis:

Gagntekinn af áhyggjum, endurteknar hugsanir, geðshræring og æsingur; svefnleysi og sífellur höfuðverkur.

Wild Oat
Bromus ramosus (Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Tengjast Sjálfinu og finna köllun sína í lífinu; tjá sín markmið og gildi; finna fyrir áhuga og metnaði í því sem maður er að gera og skuldbinda sig við það.
Mynstur ójafnvægis:

Óákveðni og óvissa um tilgang sinn í og köllun í lífinu; sífellt að
skipta á milli athafna, óánægja, skortur á skuldbindingu og
einbeitingu.

Wild Rose (Dog Rose)
Rosa canina (Bleikt eða hvítt)
Jákvæðir eiginleikar:
Aukinn lífsvilji, gleði, flæðandi lífskraftur og orka.
Mynstur ójafnvægis:

Uppgöf, vonleysi, gefast upp á lífinu; langtíma veikindi.

Willow
Salix
vitellina (Grænt)
Jákvæðir eiginleikar:
Fyrirgefning, viðurkenning, taka ábyrgð á sér og eigin lífi, flæðandi lífsorka.
Mynstur ójafnvægis:

Biturleiki, ósveigjanleiki; upplifa sig sem fórnarlamb, fyrirlíta þá sem eru hamingjusamari eða í meira jafnvægi.
Yarrow Achillea millefolium(Hvítt)

Jákvæðir eiginleikar:

Innri útgeislun og sterk ára, samúð og aukið næmi, dýpri vitund, flæðandi heilunarkraftar.

Mynstur ójafnvægis: Mjög mikil næmi gagnvart öðrum og umhverfinu; auðveldlega örmagna, tekur of mikið inn á sig, of opinn fyrir neikvæðri orku og kröftum.

YarrowEnvironmentalSolution Samblanda af Yarrow Achillea millefolium, Pink Yarrow
Achillea millefolium var. rubra, Golden Yarrow Achillea
filipendulina, Arnica mollis, og Echinacea purpurea, með vott af
Yarrow og Echinacea í saltvatni.

Jákvæðir eiginleikar:

Verndar og styrkir eter líkamann, eykur lífskraftinn, styrkir
ónæmiskerfið, verndar gegn áreiti umhverfisins.

Mynstur ójafnvægis: Truflun á lífskraftinum og orkunni vegna
ýmissa umhverfislega eitrana s.s. geislunar eða mengunar; lélegt
ónæmiskerfið og ofnæmi.

Yellow Star Tulip Calochortus monophyllus(Gult)

Jákvæðir eiginleikar:

Full hluttekning í tilfinningum eða reynslum annarra; samúð og skilningur, félagsleg meðvitund.

Mynstur ójafnvægis: Óumburðarlyndi, tilfinningaleysi gagnvart þjáningum annarra; greina ekki áhrif gerða sinna á aðra.

Yerba Santa Eriodictyon californicum(Fjólublátt)

Jákvæðir eiginleikar:

Frjáls og flæðandi tjáning tilfinninga, geta til þess að samhæfa öndun og tilfinningar; hæfileiki til þess að tjá allar mannlegar tilfinningar, sérstaklega sársauka og sorg; jákvæð depurð og dýpkun sálarinnar.

Mynstur ójafnvægis: Heftar tilfinningar, sérstaklega í hjarta og lungum; mjög djúpt bæld sorg og þunglyndi.

Zinnia Zinnia elegans(Rautt)

Jákvæðir eiginleikar:

Barnslegir eiginleikar; gamansemi og léttur húmor, gleði, léttlyndi og áhyggjuleysi.

Mynstur ójafnvægis: Of mikill alvarleiki og leiði, slæmt skap; bældar innri barnslegar langanir.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland