Reynslusögur af blómadropum og olíum

  

Reynslusögur um FES blómadropaformúlur

Activ-8

„Ég hef notað Activ-8 til að hjálpa mér þegar ég á erfitt með að ganga í verkin, þegar mér finnst ég ekki hafa orku til að framkvæma. Mér finnst ég fá aukna lífsorku og einbeitingu. „

„Ég fékk einu sinni það ráð að taka inn Activ-8 þegar ég kvartaði um slen og orkuleysi. Þvílík bomba, ég fór loks í að framkvæma sem ég hafði verið að fresta ansi lengi og endaði með því að hrein gera allt húsið mitt;)“

„Táningurinn minn var með mikið slen og mér fannst vanta upp á sjálfstraust og metnað. Þvílík breyting sem hefur unnist með hjálp Activ-8 blómadropaformúlunni frá FES. Nú finnst mér útgeislunin flæða og sjálfstraustið miklu meira.“

„ Activ-8 blómadropaformúla frá FES er ein af mínum uppáhalds formúlum, ég hef notað þá til að efla lífsorkuna mína og þeir hafa hjálpað mér að gefa mér heilbrigða sjálfsmynd. Áður var ég sífellt að fresta hlutum en nú gengur mér miklu betur að ná árangri í því sem ég er að gera.“

Flora Sleep

„Þvílík snilld þegar ég kynntist Flora Sleep, hafði ekki mjög lengi ná góðri hvíld í gegnum svefninn. Ég sef betur og vakna úthvíld.“

„Ég var búin að nota svefnlyf í mörg á en er steinhætt því og nota núna bara Flora Sleep með frábærum árangri.“

„Ég svaf mjög illa, með sífeldar martraðir og vonda drauma. Flora Sleep hefur gjörbreytt þessu, nú sef ég eins og barn og vakna hress og endurnærð.“

Ég átti við svo mikinn kvíða og stöðugar áhyggjur að stríða sem ég átti svo erfitt með að losa mig frá þegar ég var að reyna að sofna á kvöldi. Ég var mjög sæll þegar ég fór að nota Flora Sleep Blómadropaformúluna frá FES, hún nær einhvernvegin að slökkva alveg á manni, þannig að maður steinsofnar áhyggjulaust.“

Fear-Less

„Fear Less gaf mér öryggi til að koma fram á almannafæri. Ég var mjög feimin og hlédræg. En mér til mikillar undrunar, tókst mér að halda ræðu í 50 ára afmæli vinkonu minnar fyrir 300 manns með hjálp Fear-Less . Þetta kom ekki bara mér mikið á óvart, heldur var eiginmaðurinn minn og vinkonur steinhissa.“

„Ég var haldin miklum prófkvíða, eftir að ég fór að nota Fear-Less hefur mér gengið miklu betur í prófum og kvíðinn nær ekki tökum á mér eins og áður.“

„Ég var svo hræðilega flughrædd, bara tilhugsunin við að þurfa að fara í flug, kom maganum mín í hnút vægast sagt. En elsku formúla frá FES sem heitir Fear-Less gjör breytti lífi mínu.“

„Ég átti við mikinn ótta og óöruggi að glíma, vissi ekki alveg hvað var að valda þessu, þegar ég ákvað að prófa að nota Fear-Less, fann ég að formúlan gaf mér hugrekki og ró í hjartað. Ég fann hvernig taugakerfið slakaði á og smátt og smátt varð ég hugrakkari og leið svo miklu betur.“

Gaia Green (Grounding Green)

„Ég nota Gaia Green þegar ég fer í hugleiðslu og eða bið bænirnar mína. Hún hjálpar mér þessi fallega formúla frá FES að komast í snertingu við jörðina og alheimorkuna á svo fallegan hátt. Fyllar hjartað mitt af virðingu fyrir öllu lífi. Hreint dásamleg.“

„Ég er nýlega farinn að æfa mig í að hugleiða daglega. Mér gekk ágætlega en ég fann fljótt að það var mikill dagamunur á hvernig mér gekk. Eftir að ég fór að nota Gaia Green gengur mér miklu betur og ég finn hvernig blómadroparnir hjálpa mér að styrkja tenginguna við móðir jörð, alheimsorkuna og umhverfið.“

 

Reynslusögur um FES líkamsolíur

Calendula Caress

„Calendula olían frá FES hefur hjálpað mér mikið með bólur á baki og í andliti. Bar á mig olíuna tvisvar á dag og eftir stuttan tíma kom mikill árangur.“

„Calendula olían frá FES hefur hjálpað mér með exem eða mikla þurrk bletti í húðinni. Ég bar á mig þrisvar á dag og nú eru allir blettir horfnir.“

„Calendula olían frá FES er mikil snilld eftir rakstur, áður en ég uppgötvaði þessa frábæru olíu, var ég alltaf með kláða og roða eftir rakstur. Undir höndum á fótleggjum og í nára. Núna nota ég hana í hvert skipti við rakstur og ég er alveg laus við kláðann“

„Ég bar á mig Calendulu olíuna mestan hluta meðgöngunnar því hún gefur húðinni svo góðan teygjanleika og kemur því í veg fyrir að húðin slitni. Ég hélt svo áfram að bera hana á mig eftir fæðinguna því hún hjálpar líka til við að brjóstagjöfin verði betri.“

„Calendula líkamsolían frá FES reyndist mér mjög vel eftir sólbruna, síðan nota ég hana alltaf eftir að hafa verið í sólbaði.“

„Ég var með mikinn þurrk í húðinni kringum geirvörtur sem lagaðist alveg með Calendulu olíu frá FES.“

„Ég er með „latt“ sogæðakerfi á því til að fá mikinn bjúg á fætur og hendur. Efir að ég fór að nota Calendulu líkamsolíuna frá FES tvisvar á dag á morgnana og kvöldin hefur þrotinn og bjúgurinn horfið og mér líður svo miklu betur.“

„Ég var búin að prófa allt mögulegt við sóríasis blettum í hársverði, ég fann loksins mun eftir að ég fór að nota Calendulu olíuna frá FES.“

„Ég var með mjög slæmt sár á fæti sem gekk illa að gróa. Mér var ráðlagt að prófa FES Calendulu líkamsolíuna. Ég sá mjög fljótt árangur. Nú nota ég hana reglulega til að næra húðina mína og mér finnst hún svo miklu fallegri og mýkri.“

„Ég var með mikla verki í hné. Ég hef notað mikið vörunar frá FES bæði blómadropana og líkamsolíurnar MEÐ MJÖG GÓÐUM ÁRANGRI. Ég var á sjúkrahúsi þegar ég fékk þessi verki í hnéð. Ég var með Calendulu olíuna frá FES meðferðis og prófaði að bera hana á hnéð og vitið menn, bólgan og verkirnir fóru.“

Ég nota Calendulu líkamsolíuna frá FES á hverjum degi. Ber hana á mig alltaf á morgnana. Hún gefur húðinni svo góða næringu og ég veit að hún er bólgueyðandi fyrir líffærin og hún fyllir vitund mína af móðukærleik og eflir innsæið og gefur mér víðsýni.“

 

Arnica Alleve

„Ég hef mikið notar bæði blómadropa og olíur frá FES. Arnica líkamsolían er uppáhalds olían mín. Ég er með miklar bólgur og sársauka í vöðum . Hún dregur mjög úr því og mér líður svo miklu betur. Ég ber hana á mig tvisvar á dag og stundum oftar ef ég er mjög slæm.“

„Ég æfi körfubolta og var alltaf með mikla verki í höndum og fótum eftir æfingar og leiki. Efir að ég fór að nota Arnicu olíuna frá FES er þetta nánast horfið. Ég ber hana á mig bæði fyrir og eftir æfingar og ég losna nánast við verkina. Ég hefði aldrei trúað hvað þetta er áhrifaríkt!!!.“

Arnica olían frá FES hefur svo mörgum sinnum bjargað mér þegar ég hef fengið flensu. Oft komið mér til bjargar þannig að ég verð ekki svo veik. Þá hef ég borið hana á mig þegar ég finna ð ég er að byrja að veikjast og flensan hættir við að setjast að;). Hún hefur líka bjargað mér þegar ég fékk heiftarlega sýkingu í ennis og kinnholur.“

„Ég þurfti að fara í mjög stóran uppskurð. Ég elska olíurnar frá FES og notaði því Arnicuna í 3 vikur á hverjum degi meðan ég var að bíða eftir að fara í uppskurðinn. Ég veit að það hjálpaði líkamanum mínum við að gróa.“

„Arnica Alleve líkamsolían frá FES gefur mér svo mikla ró og andlegt jafnvægi, um leið og hún er bakteríu drepandi og er styrkjandi fyrir ónæmiskerfið mitt. Alger snilld.“

„Ég fór ferð með saumaklúbbnum mínum í ferð til NY.(Við erum allar komnar á sextugs aldur.) Ég var svolítið kvíðin fyrir ferðinni því það átti að nýta tímann mjög vel og ég vissi að við myndum ganga mjög mikið, því ég er með vefja gigt. Ég bar Arnicu olína frá FES á hverjum morgni áður en við fórum af stað og St.John‘s á kvöldin. Þetta bjargaði mér algerlega og ferðin var hin ánægjulegasta.“

„Ég var með mjög mikið slit í húð eftir barnsburð. Ég prófaði að nota Arnicu olíuna frá FES og húðin mín stór lagaðist.“

„Ég fór í uppskurð í nára fyrir mjög mörgum árum síðan. Það komst sýking í sárið og ég þurfti að leggjast á sjúkrahús og fá pensilín í æð í nokkra daga. Ég fékk mjög ljótt ör og mikla samgróninga sem hafa alla tíð verið mér til vandræða. Hef oft verið með mikla verki og óþægindi. Ég var mjög undrandi hvað Arnica olían frá FES hefur haft góð áhrif. Verkir og önnur óþægindi hafa horfið.“

„Ég er með svokallaðan“ sáraristil“. Þegar ég kynntist FES blómadropum og olíum ákvað ég að prófa að nota Arnicu og hef borið hana á kviðinn með mjög góðum árangri.“

„Ég tognað einu sinni mjög illa á ökkla, Arnica frá FES hjálpaði mér mjög mikið, því hún hjlpar til við að draga fram mar og er mjög bólgueiðandi.“

 

Benediction

„Ég bar Benediction olíuna frá FES á ömmu mína þegar hún lá banaleguna. Hún hafði ekki farið fram úr rúminu í 7 daga og var augljóslega mjög þjáð. Efir að ég bar á hana olíuna bað hún um að fara fram úr rúminu, öllum til undrunnar. Svo augljóst var að henni fór að líða svo miklu betur.“

„Ég ber alltaf Benediction líkamsolíuna á barnabörnin mín þegar þau koma til ömmu að gista. Því ég veit að hún gefur þeim kærleika í gegnum hjartað og veitir þeim styrk og blessun.“

„Á tímabili í lífi mínu þegar ég átti við mikla sálarangist og sorg að stríða þá kom Benediction mér tl bjargar. Ég notaði hana á hverjum degi og fann verulega hvernig hún gaf mér styrk.“

„Sonur minn varð fyrir líkamsárás, honum fór að líða mun betur eftir að hafa borið á sig Benediction líkamsolíuna frá FES.“

„Við hjónin vorum svo lánsöm að prófa að nota Benedicition í ástarlífinu, ég skora á pör að prófa og upplifa hvað þessi yndislega olía gerir………;).“

„Ég ber á mig Benediction líkamsolíuna frá FES við öllu mögulegu, hún hefur t.d. stillt verki, veitt mér unað við náin kynni í kynlífi og stillt kvíða. Ég ber hana í andlit mitt kvölds og morgna, ég er alveg hætt að nota nokkur önnur andlistkrem. Mér finnst hún hreinlega hjálpa mér að finna fyrir guðlegum kærleika og heila sál mína.“

„Ég nota Benediction líkamsolíuna frá FES reglulega. Mér finnst hún hjálpa mér í að breyta veikleika mínum í styrkleika. Veita mér blessun og fylla hjarta mitt kærleika.“

„Benediction líkamsolían frá FES er besti verkjastillir sem ég hef kynnst.“

 

Dandelion Dynamo

Ég hreinlega elska Dandelion líkamsolíuna frá FES. Ég nota hana t.d. eftir sund og íþróttir því mér finnst hún gefa mér svo mikinn kraft til alls líkamans. Hún styrkir nýrun og hjálpar til við hreinsun á lifur og eflir blóðrásina. “

„Þegar ég finn að ég er komin yfir strikið í vinnu og er komin með stífleika í axlir og spennu í vöðum, veit ég ekkert betra ráð en að nota Dandelion líkamsolíuna frá FES.“

„Áður en ég fer í jóka tímann, ber ég á mig Dandelion olíuna frá FES. Mér finnst hún hjálpa mér að vinna á stífleika í líkamanum og gefa mér léttlyndi og gleði.“

„Ég hef átt við vefjagigt að stríða síðan ég var tólf ára. Eftir að hafa kynnst líkamsolíunum frá FES hefur mér liðið svo miklu betur Dandelion olían hefur hjálpað mér mjög mikið með að stilla verki og minnka bólgur.“

„Ég hef t.d. notað Dandelion olíuna frá FES við kvefi og bólgum í ennis- og kinnholum með mjög góðum árangri.“

„Ég átt við lélega nýrna starfsemi að stríða og er oft með bjúg og mikla vökva söfnun. Ég hef notað Dandelion olíuna frá FES með mjög góðum árangri, ég ber hana meðal annar á nýrnasvæðið.“

Srákarnir mínir litlu voru alltaf með rennsli úr nefinu, eftir að ég fór að bera á þá Dandelion olíuna frá FES snarlagaðist ástandið.“

 

Mugwort Moon Magic

„Ég hef alltaf haft mikla verki á meðan blæðingum stendur, oft þurft að vera frá vinnu vegna þessa. Ég varð vægast sagt mjög undrandi, þegar ég prófaði Mugwort olíuna frá FES. Hún tók frá alla verki.“

„Breytingaskeiðið var mér mjög erfitt, mjög slæm svitaköst á nóttu sem degi. Þvílík umbreyting eftir að ég fór að nota Mugwort olíuna frá FES.“

„Mér gekk mjög illa með brjóstagjöfina. Það umbreyttist eftir að ég fór að nota Mugwort olíuna frá FES.“

„Ég var búin að reyna að vera barnshafandi mjög lengi, ég þakka Mugwort olíun m.a. að það gekk loksins og ég á fallega dóttir í dag.“

„Ég var alltaf með mjög mikinn kláða á fótum, þannig að ég klóraði mig oft til blóðs. Læknar töldu að það gæti stafað af lélegu bláæðakerfi. ‚ástandið gjör breyttist eftir að ég fór að nota Mugwort frá FES.“

„Ég komst að því að Mugwort olían frá FES hefur mjög góð áhrif á kaldar hendur og fætur, olían eykur blóðflæðið og er einnig góða á bólgur.“

„Ég bað ljósmóður mína að hjálpa mér og nota Mugwort olíuna í fæðingu á syni mínum. Mér fannst hún létta og auðvelda fæðinguna.Mjög góð spangar olía.“

„Mér finnst gott að bera Mugwort olíuna á æðahnúta sem ég er með á öðrum fæti, hún dregur úr bólgu og verk.“

„Mugwort líkamsolían frá FES hjálpar mér að halda hormónkerfinu í lagi, hún hjálpa mér að slaka á, dýpka vitundina og næra mig andlega. Hjálpar mér að efla kvenleika minn. Mér finnst hún dásamleg.“

„Mugwort líkamsolían frá FES er bara himnesk, hjálpar mér á allan hátt að líða vel að vera kona, eflir allt það kvenlega, ummmm frábær.“

„Tengdamamma var búin að kvarta lengi hvað henni leið illa vegna breytingaskeiðsins. Ég gaf henni Mugwort olíuna frá FES. Hún dásamar hana í hvert skipti sem við hittumst.“

 

St. John‘s Worth Shield

„St.John´s olían frá FES hjálpar mér að sofa betur.“

„Ég tek St. John´s líkamsolíuna frá FES alltaf með mér þegar ég fer á sólarströnd, hún er svo frábær eftir sólina.“

„Ég er að vinna í Kenya er úti allan daginn í 25-30 stiga hita. Ég nota St.john´s olíuna alla daga, eftir vinnu.“

„Barnið mitt átti við þann vanda að stríða að pissa undir á nóttunni, við þökkum St. John´s olíunni fyrir að það lagaðist.“

„Ég stunda jóga og hugleiðslur, mér finnst frábært að nota St. John´s olíuna. Hún hjálpar mér að ná að dýpka vitundina. Ég ber hana á mig áður en ég fer í hugleiðslu og jógatímanna.“

„Ég á alltaf svolítið erfitt með skammdegið, finn fyrir kvíða og þunglyndi. St.John´s olían frá FES hefur gjörbreytt þessu til hins betra. Algjör snilld.“

„Ég brann einu sinni mjög illa af sólinni, Það var eins og kraftaverk hvernig St. John´s olían vann á brunanum.“

„Ég hef átt við það að stríða að vera með mjög miklar bólgur í liðum, ég fékk einu sinni mikla settaugabólgu og þá hjálpaði St. John´s olían mér mikið.“

„Ég dýrka St.John´s olíuna frá FES, ég nota hana alltaf á kvöldin, finnst hún hjálpa mér að sofa betur og mér finnst mér líða svo miklu betur andlega.“

„Ef að um sár eða meiðsl þar sem ytri taugar hafa jafnvel skaddast, getur St. John´s olían komið til bjargar.“

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland