Hvað eru blómadropar?

blomadropar

Blómadropar eru vökvi sem bera með sér kraft og einstakleika hvers og eins blóms eða plöntu. Þeir eru þróaðir upprunulega um 1930 af enska lækninum, Dr. Edward Bach. Blómadroparnir eru sagðir vera mjög nytsamlegir og öryggir í notkun. Þeir innihalda einungis lítið magn af efni og þess vegna eru þeir ekki flokkaðir sem lífefnafræðilegt lyf. Blómadroparnir tilheyra nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum úr efnum.

Blómadroparnir víkka skilning okkur á betri líðan, hjálpa okkur að viðurkenna sambandið milli líkamans og sálarinnar, og samblöndu sálræna, geðræna, tilfinningalega og líkamlega þætti til að finna fyrir vellíðan. Þeir vinna með óljósa en mjög mikilvæga hlið sálarinnar, þar sem hugsanir og tilfinningar eiga uppruna sinn. Líkt og matur nærir líkama okkar, næra blómin sál okkar og bæta bæði tilfinningalegt og sálfræðilegt jafnvægi og vellíðan.

Hvernig eru FES blómadropar búnir til?

Dæmigerðir FES blómadropar eru búnir til með nákvæmri blöndu úr frumefnunum fjórum: Jörð, Vatni, Lofti og Eldi, en einnig umhverfislegum og stjarnfræðilegum þáttum. Blómin eru handtýnd við hámark blómstrunar á vandlega völdum stöðum í görðum FES flower essence formulas fyrirækisins. Þeim er blandað við hreint vatn sem kemur frá sama stað og hvert einasta blóm, og er sett undir beran himininn þar sem fallegir geislar sólarinnar geisla. Fimmti dæmigerði þátturinn sem er nauðsynlegur í gerð blómadropanna er samstilling og næmi frá þeim sem undirbýr plöntuna, umhverfið og alheimskraftinn í kringum hana.

Þeir eru gerðir úr lífrænum og villtum blómum, geymdir í lífrænu og lífefldu (biodynamic) alkóhóli (koníaki). Demeter samtökin hafa gefið FES blómadropunum hæsta gæðastimpilinn sem lífefld (biodynamic) vara. Eins og áður sagði er þetta hæsti mögulegi gæðastimpillinn sem hægt er að fá á alþjóðlegum markaði vistfræðilegs landbúnaðar og náttúrulegs varnings. Kröfurnar fyrir Demeter stimpilinn eru mikli hærri heldur en skilyrði fyrir lífræna vottun.

Hvernig eru FES blómadroparnir notaðir?

Það eru margar leiðir til að nota blómadropana á árangursríkan hátt. Það er hægt að taka þá inn beint úr flöskunni, nokkra dropa í einu; eða þremur eða fjórum dropum úr flöskunni er blandað í lítið magn af vatni, og síðan drukkið nokkrum sinnum á dag. Einnig er hægt að setja 3/4 hluta vatn í 30 ml flösku og blanda út í 2-4 dropa af hverjum blómadropa (sem viðkomandi þarfnast), og að lokum er einni matskeið af koníaki bætt við.

Eplaedik eða jurtaglýseról geta einnig verið notuð sem annars konar varnarefni, í hlutföllum 1/3 eða 1/2 af 30 ml. flösku.

Dæmigerður skammtur af blómadropum eru fjórir dropar undir tunguna, fjórum sinnum á dag. Virknin er ekki aukinn með því að taka fleiri dropa í einu, heldur með því að auka tíðnina í neyðartilfellum. Börn eða mjög næmir einstaklingar geta þurft að auka tíðni notkunar, t.d. einu sinni eða tvisvar á dag.

Blómadroparnir eru líka til í úðabrúsa sem er úðað beint í munninn, eða í umhverfið.

Hvernig eru blómadroparnir valdir?

Í gegnum vandlegar hugleiðingar, hugleiðslu, sjálfsskoðun og ráðgjöf við aðra, er mögulegt að gera sér grein fyrir aðal vandamálunum eða áskorunum sem eru tengd vinnunni, samböndum, eða sjálfsímynd. Í bókinni Flower Essence Repertory og möppunni eru jákvæðir eiginleikar og mynstur ójafnvægis bornir saman til þess að velja þá blómadropa sem henta best. Þegar blómadroparnir eru valdir er mikilvægt að hafa opinn huga og búa sér til skýr markmið um betri líðan og vera einnig meðvitaður um vandamálið sem þarf að laga. Mælt er með að velja 3-6 blómadropa í einu, eða jafnvel einungis 2, til þess að einblína á aðal vandamálin.

Athugið: Einstaklingar sem eiga við alvarleg heilsuvandamál að stríða ættu að ráðfæra sig við sérfræðing í blómadropum.

Hvaða árangri nærðu með blómadropanotkun?

Blómadropameðferðin er mjög árangursrík meðferð. Sumir finna fyrir sterkum áhrifum þeirra strax og finna fyrir miklum breytingum. Aðrir nema ekki breytingarnar fyrr en eftir dálítinn tíma eða þeim er bent á breytingarnar sem hafa orðið í lífi þess. Breytingarnar t.d. verið betri svefn, enginn kvíði, meiri árangur í vinnunni, aukin samskipti og tjáning, bætt sjálfsímynd, dýpra innsæi og vitund, o.fl.

Blómadroparnir eru ekki undralyf sem er alla meina bót, heldur auka þeir getuna til þess að takast á við áskoranir eða erfiðleika lífsins og vinna úr þeim.

Blómadroparnir styðja við hugleiðslu og bænir, andlegan þroska, félagslega hæfni, líkamlega vellíðan, gott og hollt mataræði; en þeir koma ekki í stað fyrir aðrar læknisfræðilegar meðferðir eða lyf. Blómadroparnir eru notaðir til þess að dýpka vitundina, örva hugsunina og tilfinningarnar sem stuðla að betri heilsu og bættri vellíðan, og auka tenginguna á milli líkamans og sálarinnar.

Fagmennska í yfir 25 ár

FES blómadroparnir eru framleiddir af fyrirtækinu Flower Essence Services, sem er rekið af hjónunum Richard Katz og Patricia Kaminski. FES fyrirtækið var stofnað fyrir meira en 25 árum og er staðsett við fjallsrætur Sierra Nevada, í Kaliforníu. Blómin eru ræktuð í einstaklega fallegu umhverfi í einkagörðum þeirra sem kallast Terra Flora. Garðarnir ná yfir 17 ekrur af fallegum lífrænt ræktuðum blómum og jurtum, glitrandi ám og tjörnum, himinháum fjallstindum og öðrum náttúruundrum. Umhverfið er hinn fullkomni staður til þess að undirbúa og plönturnar og framleiða þessa hreinu og kraftmiklu vöru sem er send til viðskiptavina um allan heim.

FES er mjög virt og fremst í sínum flokki í jurtalækningum. Það er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi árangur á alþjóðavísu. FES blómadroparnir hafa verið þróaðir í gegnum nákvæmar rannsóknir og athuganir af sérfræðingum um allan heim. Í dag eru FES vörurnar notaðar í fleiri en 50 löndum víðs vegar um heiminn, af hundrað þúsund sérfræðingum í heilbrigðisstéttinni.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland