FES Olíur

 1907574_10203534292817164_1189961509_n

FES olíurnar eru 6 talsins og hefur hver og ein sína einstöku virkni. FES olíurnar eru hágæða líkamsolíur sem innihalda bæði ilmkjarnaolíur og blómadropa. Olíurnar eru vottaðar sem lífefld (biodynamic) vara sem tryggir gæði þeirra.

Listi yfir olíur og virkni þeirra:

 

Dandelion Dynamo (Fífill)

Dandelion Dynamo (Fífill)

Fersk blóm fífilsins eru full af krafti sólarinnar og eru blönduð við lífræna ólívuolíu með E-vítamínum. Laxerolíu er blandað við sem er mjög áhrifarík og þekkt fyrir að efla starfsemi lifrinnar og hjálpa við efnahvörf. Ilmkjarnaolíur úr Rosemary og Juniper auka skynjunina og styrkja blóðrásina. Ilmkjarnaolíur úr Dandelion, Tansy og Zinnia vinna gegn deyfð og stífleika með því að gefa gleði, léttlyndi og jafnvægi.

Notkun:

 • Hressandi og styrkjandi olía sem gefur kraft til alls líkamans. Vinnur gegn veturdrunga eða vorspennu.
 • Fyrir ofreynslu eða mikilla líkamslegrar þjálfunar og æfinga sem leiða til stífleika og spennu í vöðvunum.
 • Mjög góð sem nuddolía á allan líkamann fyrir þá sem æfa mikið.
 • Fyrir aum og stíf svæði á líkamanum, sem þurfa á að halda meiri hreyfingu og vökva.
 • Hjálpar við að losa stífleika í liðamótum sem uppsöfnun vökva eðaþvags valda.
 • Hjálpar konum sem eru að byrja á breytingaskeiði og þjást af of mikilli vökvasöfnun. Mælt er með að nudda reglulega með olíunni yfir brjóst og kviðarhol. Einnig er hægt að nota heita bakstra.
 • Heitir bakstrar eru mjög gagnlegir fyrir hreinsun lifrarinnar, t.d. afeitrun og breytingaskeið kvenna.
 • Gagnleg fyrir þá sem eiga það til að vinna of mikið, sem leiðir til spennu og stirðleika í líkamanum.
 • Fyrir þá sem ofreyna sig bæði andlega og líkamlega, þurfa hvíld og slökun.
 • Mjög góð fyrir þá sem eru með sífella verki og spennu í hálsi og öxlum.

Aðferðir til notkunar

Nudd: Olían er notuð beint úr flöskunni fyrir nudd til lækninga. Olían er mjög áhrifarík og gott er að nudda og strjúka létt yfir líkamann. Hún smýgur inn í allt vöðvakerfi líkamans og slakar á vöðvunum.

Bað: Allt að 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Gott er að nota baðsölt sem eru með mikið magn af náttúrulegu magnesíum (t.d. Epsom salt). Hæfilegur tími er um 20 mínútur í baðinu. Eftir baðið er gott að slaka á í 20 mínútur til viðbótar.

Hitabakstrar: 30 ml af olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og svo lagður á svæðin á líkamanum sem eru stíf og stirð. Gott er að setja hitapoka yfir klútinn til þess að halda hitanum og auka áhrifin.

Sérstök meðferð fyrir lifrina: Nuddið svolítilli olíu yfir svæðið sem lifrin er, eða þar sem aðal orkupunktar fyrir lifrina eru. Leggið hendurnar yfir svæðið í 5 mínútúr og sendið heilunarkrafta í gegnum hendurnar. Einnig má nota flösku með heitu vatni til þess að leggja ofan á klútinn í lengri tíma. Þessi aðferð er gerð 1-3 í viku í a.m.k 1 mánuð.

Mugwort Moon Magic (Búrót)

Mugwort Moon Magic (Búrót)

Fersk blóm búrótarinnar eru handtýnd og blönduð við lífræna ólívuolíu með E- vítamínum. Ilmkjarnaolíunum Lavender, Rauð Mandarín, Ylang Ylang, Neroli, Mugwort og Hibiscus er bætt við blönduna. Þær dýpka vitundina, gefa hlýleika, andlega næringu og tjáningu.

Notkun:

 • Mjög góð á sumrin, kemur á jafnvægi og hjálpar líkamanum að “teygja úr sér” og slaka á, en hjálpar einnig við einbeitingu og jarðtengingu.
 • Svipuð “moxa” aðferðinni, sem er notuð við nálastungur. Mugwort olían eykur blóðflæði og orkuflæði til alls líkamans með því að auka flæðið til yfirborð líkamans.
 • Gott er að setja olíuna svæði líkamans sem eru bláleit eða köld viðkomu, eins og t.d. á bláæðar sem þar sem blóðflæði er takmarkað.
 • Sérstaklega góð á veturna eða þegar hendur og fætur eru kaldir, stífir og vöðvar bólgnir. Gefur yl og kraft sumarsins.
 • Mjög góð sem smyrsli fyrir konur sem hafa óreglulegan tíðahring, eða þær sem byrja á breytingaskeiði of fljótt.
 • Margar ljósmæður mæla með olíunni á meðan hríðum eða fæðingu stendur, eða jafnvel til að auðvelda brjóstagjöf.
 • Hjálpar þeim sem verða oft fyrir ríkjandi áhrifum tunglsins, þ.e. þeir sem þurfa að koma jafnvægi á tilfinninga- og andlega næmni, gefur skýrleika, kraft og hlýleika frá sólinni.

Athugið:

Þó að Mugwort olían geti verið notuð til að hjálpa við þungun, mega þungaðar konur ekki nota olíuna á meðan meðgöngu stendur. Olían getur örvað hormónastarfsemina of mikið sem getur haft áhrif á viðkvæm stig meðgöngunnar.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olían er notuð beint úr flöskunni fyrir nudd til lækninga. Gott er að nota strjúka taktbundið yfir vöðvana og draga fram hita á yfirborð húðarinnar.

Bað: 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Gætið þess að hafa baðið ekki of heitt til þess að fá aukin frískleika og slökun.. Bökunarsóda er svo bætt ofan í baðið.

Hitabakstrar: Mugwort olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Blöndunni er dýft ofan í mjúkan klút og sett á köld eða blá svæði líkamans. Setjið hitapoka yfir til þess að halda hitanum og auka áhrifin.

Sérstök meðferð fyrir konur þegar fullt er tungl: Nuddið olíunni yfir allan líkamann, eða a.m.k. yfir brjóst og kviðarhol, og liggið naknar undir fullu tungli í 30-60 mín. Mugwort olían eykur áhrif tunglsins og er mjög góð til þess að koma á jafnvægi æxlunarkerfi kvenna.

Orkustöðvar: Nuddið olíunni yfir stíflaðar orkustöðvar. Á sumrin er sérstaklega gott að nudda olíunni á hjartastöðina.

Arnica Alleve (Gullblóm)

Arnica Alleve (Gullblóm)

Fersk blóm gullblómsins eru blönduð við lífræna ólívuolíu með E-vítamínum. Ilmkjarnaolíunum Sandalwood, Cedarwood, Vetiver, Rose, Palmarosa, Cistus og Helichrysum er blandað við. Þær eru notaðar til slökunar og afslöppunar. Ilmkjarnaolíunum Alpine Aster, Arnica, Chrysanthemum; Indian Pink og Star of Bethlehem er einnig blandað við og þær gefa styrk og kraft sólarinnar þegar við þurfum mest á því að halda.

Notkun:

 • Notuð sem nudd eða baðolía sérstaklega á haustin til þess að auka andlegt jafnvægi.
 • Hitabakstrar Arnicu eru settir á nýrnasvæðin. Þessir bakstrar eru mjög góðir fyrir þá sem þjást af heilsuvandamálum á haustin.
 • Arnica hjálpar við þunglyndi, andlega vallíðan og þegar erfiðleika steðja að.
 • Eftir andleg áföll er gott að nota olíuna notuð í böð, við nudd eða hitabakstra.Olían veitir vellíðan og kemur á jafnvægi.
 • Gott er að nudda olíunni á tognuð svæði eða marbletti. Alls ekki setja olíuna á svæði þar sem opin sár eru; en hitabakstra má setja ofan á plástur eða bindi.
 • Notuð fyrir íþróttir eða keppnir, olíunni er nuddað á mestu álagssvæðin fyrir og eftir æfingarnar. Einnig er gott að setja olíuna út í bað strax eftir æfingar.
 • Hitabakstrar eru settir á svæði þar sem eru stöðugir verkir. Einnig er gagnlegt að setja þá á þau svæði þar sem vefur hefur skaddast, t.d. þar sem líkaminn hefur orðið fyrir slysi eða áfalli.
 • Undirbúningur undir skurðaðgerðir; olíunni er nuddað á líkamann eða sett í bað. Eftir aðgerðir eru hitabakstrar settir á líkamann.
 • Mjög gagnlegt er að hafa olíuna með á ferðalögum í skyndihjálparkassa. Ef olíunni er nuddað strax á eftir meiðsli dregur hún er sársauka og bólgu.

Athugið:

Arnican getur skaðað ef olían er sett á svæði þar sem opin sár eru eða þar sem húðin er mjög viðkvæm. Hins vegar er í lagi að setja bakstra yfir svæði þar sem plástrar og bindi eru tryggilega sett yfir. Bakstrarnir draga úr sársaukanum og endurmyndun skaddaðs vefjar. Fyrir þá sem eru með mjög viðkvæma húð er mikilvægt að halda sig við ráðlagða skammta.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olían er notuð til að nudda allan líkamann eða einunings sködduðu svæðin. Gott er að strjúka ákveðið og hratt yfir svæðin til að auka efnahvörf og örva blóðrásina.

Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Blöndunni er dýft ofan í mjúkan klút og sett yfir sködduðu svæðin. Til að fá aukinn árangur er bætt við rifin engifer eða volgt engifersvatn. Gott er að liggja í 20 mínútur með hitapoka yfir til þess að halda hitanum. Mælt er með að setja bakstra yfir nýrnasvæðin reglulega til þess að auka vellíðan.

Bað: 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Sterku engiferste eða engifers ilmkjarnaolíu er bætt út í til þess að auka áhrifin. Liggið í baðinu í 20-30 mín. og hvílist svo vel í 30 mín. á eftir.

Saint John’s Wort Shield (Jónsmessurunni)

Saint John’s Wort Shield (Jónsmessurunni)

Fersk blóm Jónsmessurunnans eru handtýnd á meðan sumarsólhvörf ganga yfir. Þeim er blandað við lífræna ólívuolíu með E-vítamínum og svo sett út í sólina þangað til olían verður dökkrauð á lit. Ilmkjarnaolíunum St. John’s Wort, Angelica, Rose Geranium er bætt út í til að gefa andlega vernd og hlýju. Einnig er ilmkjarnaolíunum Love-Lies-Bleeding og Borage bætt út í olíuna til þess að gefa ljós, glaðlyndi og ró í hjarta okkur þegar við þurfum á því að halda.

Notkun:

 • Mjög gott fyrir þá sem þjást af skammdegisþunglyndi, sérstaklega á veturna. Gefur ljós og hlýleika sumarsins.
 • Olían eykur vellíðan hjá þeim sem þjást af þunglyndi, kvíða og hræðslu.
 • Hjálpar einnig þeim sem þjást af skammdegisþunglyndi á sumrin. Varist að nota olíuna áður en farið er út í sól vegna þess hve ljósnæm olían er. Hins vegar er mjög gott að bera olíuna á sig eftir sólbað eða sólbruna.
 • Hægt að nota á svæði þar sem húðin er dökk, t.d. marbletti eða svæði sem eru föl eða gulleit.
 • Fyrir þá sem þjást af taugasjúkdómum eins og t.d. settaugarbólgu, sinaskeiðabólgu er mjög gott að setja heita bakstra yfir svæðin eða nudda olíunni yfir bakið og hrygginn. Þetta er endurtekið a.m.k 2x í viku í nokkra mánuði eða eftir þörfum.
 • Mjög gagnleg fyrir þá sem þjást af svefntruflunum og kvíða. Olían er sett út í bað áður en er farið að sofa.
 • St. John’s Wort olían er mjög verndandi og gott að nota hana við bænir eða hugleiðslu.
 • Hjálpar börnum sem væta rúmið á næturna. Olíunni er nuddað á innri lærin á hverju kvöldi. Heitir bakstrar á nýrna- og þvagblöðru svæði geta hjálpað líka.
 • Heitir bakstrar eru notaðir á sár og sérstaklega á meiðsli þar sem ytri taugar hafa skaddast.

Athugið:
St. John’s Wort olían er mjög ljósnæm og varast skal að bera á sig olíuna áður en farið er út í sólina, sérstaklega þeir sem eru með ljósa húð. Hins vegar er olían mjög góð eftir sólböð eða sólbruna.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olían er notuð beint úr flöskunni fyrir nudd til lækninga. Gott er að nudda og strjúka ákveðið til þess að auka blóðflæðið.

Bað: 30 ml af olíunni er sett í heitt bað. Nokkur handfylli af sjávarsalti er bætt ofan í. Liggið í baðinu í 20 mín. og slakið svo á í 30 mín. á eftir. Á ferðalögum er gott að bæta Yarrow Environmental Solution einnig í til að auka áhrifin.

Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu eða laxerolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og lagður á líkamssvæðið. Fyrir þá sem þjást af taugasjúkdómum er mjög gott að setja hitapoka yfir klútinn til að bæta árangurinn.

Sérstök “sólar” aðferð: Heilunarkraftar St.John’s Wort eru margir en einn af þeim er að færa sólarljósið í hjarta okkar. Lítill dropi af olíunni er settur á þriðja augað (svæðið á miðju enninu á milli augabrúnanna) og einnig í miðja lófana. Hugleiðið úti í sólinni með útrétta lófana til þess að leyfa ljósinu að flæða í gegnum líkamann. Gerið þetta einungis í 1-5 mín. Endurtakið þessa æfingu um kvöldið á rólegum stað. Dragið gluggatjöldin fyrir gluggana svo að ljósið úti komist ekki inn í herbergið. Berið olíuna aftur á þriðja augað og í miðja lófana, ímyndið ykkur ljósið flæða í gegnum líkamann. Endurtakið þetta daglega í a.m.k viku eða vikulega í 1 mánuð.

Orkustöðvar: St. John’s Shield olían er mjög heilandi og verndandi. Gott er að strjúka henni yfir bakið og hrygginn. Berið olíuna yfir solar plexus og hjarta- og lungnasvæðin. Mjög áhrifaríkt er að bera olíuna á þriðja augað og í miðja lófana, á meðan hugleiðslu eða annarrar huglegrar vinnu stendur.

Calendula Caress (Morgunfrú)

Calendula Caress (Morgunfrú)

Fersk blóm morgunfrúnnar eru handtýnd og blönduð við náttúrulega ólívuolíu með E-vítamínum. Bætt er við seyði úr morgunfrúnni og hreinar jurtaolíur sem róa og auka lækningamátt morgunfrúnnar: Sandalwood, Vanilla, Chamomile, Marjoram og Lavender. Einnig er blandað við ilmkjarnaolíunum Mariposa Lily, Star Tulip og Calendula sem fylla hjartað af móðurkærleik og innsæi.

Notkun:

 • Notuð allt árið til þess að halda húðinni endurnærðri og einnig til að tengjast krafti jarðarinnar og alheimsorkunni.
 • Notuð á erta og brennda húð. Hitabakstrar eru settir á sár sem eru lengi að gróa og opin sár.
 • Sérstaklega góð fyrir börn með viðkvæma húð.
 • Kemur á jafnvægi á það kvenlega: fyrir mæður með barn á brjósti er olían nudduð á brjóstin, sem smyrsli á óléttubumbuna, kemur jafnvægi á tíðahringinn.
 • Bakstrar eru settir yfir þau líkamssvæði þar sem eru bólgur í líffærum, eins og yfir líffæri meltingarkerfisins.
 • Bakstrar eru settir yfir þau líkamssvæði sem eru bólgin, sérstaklega svæði sogæðakerfisins.
 • Olían er notuð í böð og nudd sem eru mjög slakandi og róa pirring og streitu.
 • Borin á hjarta- og hálsstöð til að veita víðsýni, skilning, meðvitund og sköpunarkraft sem flæða inn um þessar stöðvar og út í alheiminn.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olíunni er nuddað taktbundið frá útlimum í áttina að hjartanu. Notuð á allan líkamann eða þau svæði sem þurfa sérstaklega á heilunarkröftum morgunfrúnnar að halda.

Bað: Olían er sérstaklega góð fyrir húðina og mjög slakandi. Allt að 30 ml af olíunni er blandað út í heitt bað. Fyrir erta eða brennda húð er bökunarsóda einnig bætt út í baðið. Fyrir þá sem vilja er gott að dreifa blöðum af rósum, hjólkrónum, liljum, lofnarblómum eða fjólum út í baðið. Liggið í baðinu í 20 mín. og finnið mildan kraft jarðarinnar styrkja líkamann.

Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitað ólívuolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og settur á líkamssvæðið. Hitapoki er settur ofan á til þess að auka áhrifin.

Orkustöðvar: Olían er borin á hjarta- og hálsstöðina til að fylla okkur af kærleik og bæta tjáninguna. Það hjálpar mikið að fara með ljóð eða bæn á meðan olían er borin á líkamann. Farið með ljóðið eða bænina upphátt og látið hana óma í hjarta ykkar og sál.

Benediction (Blessun)

Benediction (Blessun)

St. John’s Wort olían er notuð sem grunnur í benediction olíuna. Hún gefur okkur kærleika, kraft og samvisku. Ilmkjarnaolíunum Rose, Angelica og Jasmine er blandað við og eru mjög heilandi. Angelica gefur andlegan styrk og er mjög verndandi. Rose opnar hjartað fyrir guðlegum kærleika og Jasmine hjálpar að heila sál okkar.
Einnig er ilmkjarnaolíunum Holly, Motherwort, Hawthorne, Self-Heal, Angel’s Trumpet blandað við, sem styrkja og hreinsa hjarta okkar. Self-Heal breytir veikleika í styrk og Angel’s Trumpet styrkir vitund okkar.

Notkun:

 • Notuð fyrir alla sérstaka viðburði í lífi okkar. Olían veitir blessun, styrk og leiðbeiningu til þess að fara réttu leiðina.
 • Notuð sem heilög smurning á þá sem eru alvarlega veikir eða dauðvona. Hjálpar sálinni að komast yfir sársauka, veitir andlegan kraft.
 • Sérstaklega góð fyrir ungabörn, hjálpar sál þeirra að koma inn í þennan heim og finna kraft kærleikans.
 • Notuð þegar vetrar- eða sumarsólstöður eru eða þegar það verða breytingar á árstíðum. Blessar og verndar hjarta okkar.
 • Notuð við mikinn kvíða, sálarangist og sorg.
 • Hjálpar líkamanum að vinna úr öllum líkamslegum áföllum, t.d. eftir líkamsárás, kynferðislega misnotkun og önnur svipuð áföll.
 • Olían er borin á svæði þar sem er sífellur sársauki.
 • Notuð til að hreinsa allar orkustöðvarnar, sérstaklega hjartastöðina.
 • Notuð við mjög náin kynni og kynlíf. Hjálpar bæði líkama og sál að opnast til að finna kærleikann í gegnum hjartað.

Aðferðir til notkunar:
Nudd: Olían er notuð á allan líkamann eða þau svæði sem þurfa sérstaklega á heilunarkröftum benediction að halda. Taktbundnar og léttar strokur eru mjög áhrifaríkar. Einnig er mjög gott að nota olíuna við aðrar meðferðir eins og Reiki.

Bað: Þetta er mjög áhrifarík meðferð til að nota benediction, sérstaklega á erfiðum tímum eða eftir áföll. Allt að 30 ml af olíunni er sett út í heitt bað. Fyrir þá sem þjást af miklum sársauka eru nokkrir dropar af Five Flower Formula bætt í vatnið. Ímynduð ykkur að þið séuð að endurfæðast á meðan baðinu stendur. Andið rólega frá hjartanu og með hverjum andardrætti finnið þið hvernig sálin losar sig frá sársaukanum og óttanum. Liggið í baðinu í 20 mín. og slakið svo vel á eftir, í 30 mín.

Hitabakstrar: Olíunni er blandað við létthitaða ólívuolíu. Mjúkum klút er dýft ofan í blönduna og lagður á líkamssvæðið. Hitapoki er lagður ofan á til að fá aukin áhrif. Þetta er mjög góð meðferð fyrir líkamsvæði þar sem sífellur sársauki er, sérstaklega ef einnig er andlegur sársauki.

Orkustöðvar: Þetta er ein áhrifaríkasta meðferðin til að nota olíuna. Olían ætti að vera borin á allar orkustöðvarnar til að hreinsa þær. Mjög gott er að bera olíuna reglulega á hjartastöðina. Eftir að olían er borin á líkamann er mjög áhrifaríkt að leggja hendurnar á hjartað og fara með bæn sem hjálpar olíunni að vinna.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland