FES Blómadropaformúlur fyrir líkama og sál

Nýjaland  hefur flutt inn og selt FES vörurnar síðan 2006.
Flower Essence Services er mjög virt fyrirtæki og þekkt fyrir gæði og framúrskarandi árangur á alþjóðavísu í yfir 30 ár. Í dag eru FES vörunar notaðar í yfir 50 löndum, af hundrað þúsund sérfræðingum í heilbrigðisstéttinni. DEMETER samtökin hafa gefið FES blómadropunum sinn gæðastimpil sem lífefld (BIODYNAMIC) vara.

fes-blomadropar

Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru fullkomlega öryggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni.
Blómadroparnir eru notaðir til þess að koma á jafnvægi og fylla hjarta okkar af ljósi.

3-formulasl

FES framleiðir tilbúnar blómadropaformúlur, en hver og ein blanda inniheldur 6-8 tegundir af blómadropum og/eða ilmkjarnaolíur. Hver formúla er með sína einstöku virkni.

 

Aðferðir til notkunar: Áhrifaríkast er að nota blómadropana til inntöku. Þeim er spreyjað 1-2x undir tunguna 4x á dag. Einnig er hægt að blanda þeim við vatn til að minnka bragðið. Einnig er mjög gott að spreyja í kringum sig til þess að hreinsa áruna.

 

FES vörurnar fást á eftirtöldum stöðum á landinu:

Heilsuhúsunum: Smáralind, Laugavegi 20b, Lágmúla, Kringlunni, Glerártorgi Akureyri, Selfossi.

Ditto, Smiðjuvegi 4 Kópavogi , Nuddstofu Sonju Ruiz Vestmannaeyjum, Nýjalandi Eiðistorgi 13 Seltjarnarnesi, Blómaval Heilsutorg í Skútuvogi.

 

Active-8:

Active-88 blóm sem gefa mikla lífsorku og auka ákveðni og metnað. Fyrir þá sem eru sífellt að fresta hlutunum og eiga erfitt með að axla ábyrgð. Einnig fyrir þá sem skortir einbeitingu og viljastyrk, eru sífellt orkulausir og eiga erfitt með að ganga í verkin. Eykur viljastyrkinn og hjálpar að takast á við ný verkefni. Leyfir útgeisluninni að flæða. Endurnýjar lífsorkuna og eykur sjálfstraust, heilbrigð sjálfsímynd. Virkjar hugann og eykur einbeitingu.

 

Inniheldur blómadropa úr: Blackberry, Cayenne, Red Penstemon, Red Larkspur, Sunflower, Madia, Dandelion, Blazing Star. Ilmkjarnaolíur: Cinnamon, Cardamom.

 

 

Compassionate Care-Giver:

compassionateVeitir flæðandi kærleik og samúð í hjartað. Hamingjuríkir gleðikraftar sem fara inn á hjartastöðina, veitir hugrekki og jákvæðni. Endurnýjar lífsorkuna og lífskraftinn.

Fyrir þá sem finna fyrir miklum kvíða, áhyggjum, sorg og ótta. Fyrir þá sem eru í erfiðleikum með að ráða við aðstæður og halda að sér í hæfilegri tilfinningalegri fjarlægð frá öðrum. Sérstaklega fyrir þá sem eru sífellt að hugsa um velferð annarra í kringum sig. Fyrir aðstandendur mjög veikra.

 

Inniheldur blómadropa úr: Angelica, Bleeding Heart, Borage, Five-Flower formula, Forget-Me-Not, Love-Lies-Bleeding, Pink yarrow, Red clover, Walnut.

 

 

fle-175-hFear-Less:

Ró og stilling vegna ótta, kvíða eða ofsahræðslu. Fyrir þá sem þjást af e-h konar ótta eða kvíða; t.d. prófkvíða, flughræðslu, koma fram á almannafæri o.s.frv. Róar hjartað og taugakerfið. Byggir upp styrk og hugrekki til þess að takast á við erfiðleika. Róar niður og kemur á jafnvægi. Jarðtengir og hjálpar við að ná stillingu. Fyrir þá sem draga sig í hlé vegna ótta eða óöryggis.

 

Inniheldur blómadropa úr: Red Clover, Mountain Pride, California Valerian, Oregon Grape, Mimulus, Rock Rose, Green Rose. Ilmkjarnaolíur: Bergamot, Lavender, Ylang Ylang, Cistus.

 

 

florasleepFlora-Sleep:

Gefur djúpa slökun og mikla ró. Mjög góð fyrir svefninn. Fyrir þá sem eiga við e-h konar svefnvandamál að stríða, t.d. eiga erfitt með að sofna eða fá sífellt martraðir. Fyrir þá sem geta ekki sofið vegna ótta, kvíða, stöðugra hugsana og áhyggna. Losar um spennu og róar taugakerfið. Vakna og finnast endurnærður og úthvíldur. Nota skal 1-2 tímum áður en farið er að sofa og svo aftur rétt fyrir svefn.

 

Inniheldur blómadropa úr: Californa valerian, Chamomile, White chestnut,  Red chestnut, Olive, Aloe vera, Alpine aster, St. John’s wort. Ilmkjarnaolíur: Chamomile, Sandalwood.

 

ggr-175-hGrounding Green:

Einungis græn blóm til að styrkja tenginguna við jörðina, alheimsorkuna og umhverfið í kringum okkur. Mjög góð fyrir þá sem stunda hugleiðslu. Fyllir hjartað af samúð, umhyggju og veitir virðingu fyrir lífinu og öllum lifandi verum jarðarinnar. Eykur orku og lífsþrótt. Hjálpar við að komast í snertingu við Móðir Jörð. Gerir okkur kleift að finna mátt jarðarinnar.

 

Inniheldur blómadropa úr: Green Rein Orchid, Green Bells of Ireland, Lady’s Mantle, Green Rose, Green Cross Gentian, Green Nicotiana. Ilmkjarnaolíur: Silver fir, Sitka spruce, Cedarwood.

 

 

gra-175-hGrace:

Guðdómlegur kvenleiki. Hvítar liljur til að styrkja kvenlega eiginleika bæði fyrir konur og karla. Eykur sjálfstraust og styrkir sjálfsvitund. Hjálpar til við að koma með yndisþokka, sjálfsvirðingu og heilbrigða sjálfsímynd á ný. Flæðandi ást og umhyggja. Leysir úr læðingi innri fegurð og útgeislun. Til að styrkja samband við móður, ömmu eða aðra kvenímynd. Sérstaklega góð fyrir konur sem eru að kljást við kvensjúkdóma eða breytingaskeið, mjög góð fyrir hormónastarfsemina.

 

Inniheldur blómadropa úr: Star of Bethlehem, Easter Lily, Mariposa Lily, Splendid Mariposa Lily, Star Tulip, Shasta Lily, Fawn Lily, Desert Lily. Ilmkjarnaolía: Rose attar.

 

gre-175-hGrief Relief:

Heilbrigð tjáning á sorginni, hjálpar við að vinna úr áföllum og vinna með sorgina án þess að bæla hana niður, losar um erfiðar tilfinningar. Hjálpar við að vinna úr dauða nákomins eða ástvins. Fyrir þá sem hafa lent í ástarsorg eða skilnaði. Djúp sorg og tómleiki í hjartanu, þunglyndi og tilfinningaflækjur. Lyftir þunganum af brjóstinu. Kemur á tiflinningalegu jafnvægi og fyllir hjarta okkar af von, bjartsýni og kærleika á ný. Fyrir þá sem hafa týnt tilganginum í lífinu. Hjálpar til við að horfa inn á við. Veitir huggun, heilun, tilfinningalegt jafnvægi og ró í hjartað.

 

Inniheldur blómadropa úr: Bleeding Heart, Pink Yarrow, California Wild Rose, Love-Lies-Bleeding, Borage, Forget-me-not, Explorer’s Gentian. Ilmkjarnaolíur: Myrrh, Melissa.

 

ill-175-hIllumine:

Fyrir þá sem kljást við e-h konar kvíða, þunglyndi, skammdegisþunglyndi. Svartsýni, örvænting, þyngsli yfir hjartanu, líitð sjálfstraust, feimni óöryggi, tilfinningalegt ójafnvægi. Endurnýjar lífskraftinn, kemur með gleði, léttleika og hamingju. Tendrar ljósið í hjarta okkar. Dregur úr sektarkennd, sjálfsóöryggi og sjálfsásökunum. Hjálpar til við að læra af mistökunum. Frelsi til þess að láta ljósa sitt skína og vera ánægður með sjálfan sig.

 

Inniheldur blómadropa úr: Mustard, St. John’s Wort, Borage, Explorer’s Gentian, Pine. Ilmkjarnaolíur: Pine, Bergamot, Orange.

 

kga-175-hKinder-Garden:

Fyrir barnið innra með okkur öllum. Fyrir þá sem kljást við ýmiss konar erfiðleika og vandamál, s.s. námsörðugleika, mikið tilfinningalegt ójafnvægi, félagsfælni, óöryggi. Veitir mikla vernd og innra öryggi, tilfinningalegt frelsi. Eykur sjálfstraust og leyfir útgeisluninni að flæða. Fyrir þá sem kljást við svefnvandamál eða litla matarlyst vegna tilfinningalegs ójafnvægis. Róar og kemur jafnvægi á tilfinningar. Andleg vernd og styrkir áruna, fyrir þá sem verða sífellt þreyttir í návist annarra. Styrkir hjartastöðina, veitir umhyggju, hlýju og móðurkærleika. Sérstaklega góð fyrir börn.

 

Inniheldur blómadropa úr: Angelica, Chamomile, Pink Yarrow, Chicory, Mariposa Lily, Buttercup, Downy Avens. Ilmkjarnaolíur: Orange, Chamomile, Ylang Ylang.

 

msh-175-hMagenta Self-Healer:

Stuðlar að betri líðan og andlegu/líkamlegu jafnvægi. Notuð við alls kyns veikindi t.d. flensu, stuðlar að betri heilsu og sjálfsheilun. Styrkir ónæmiskerfið, kemur jafnvægi á orkuflæðið í líkamanum. Fyrir þá sem kljást við alvarleg eða erfið veikindi eða hafa farið í aðgerðir. Flýtir fyrir bata. Veitir mikla lífsgleði, hamingju og geislandi lífskraft. Hjálpar við andlega og líkamlega endurhæfingu. Þakklæti fyrir mikilfengleika lífsins. Eykur ástríðu, áhuga og innra jafnvægi.

 

Inniheldur blómadropa úr: Self Heal, Sierra Primrose, Echinacea, Pedicularis, Love-Lies-Bleeding. Ilmkjarnaolía: Helicrysum.

 

mfu-175-hMind-Full:

Virkjar, hreinsar og skýrir hugann. Bægir frá neikvæðum hugsunum. Fyrir þá sem þjást af einbeitingaskorti, eirðarleysi, námsörðugleika, leiða og leti. Einstaklega góð fyrir námsmenn. Andleg þreyta. Hressir og upplífgar. Fyrir þá sem vakna dauðþreyttir á morgnana, vekur mann upp til lífsins. Fyrir þá sem eru búnir að vera undir miklu andlegu álagi. Léttir á áhyggjum og eflir innsæi og bætir minnið.

 

Inniheldur blómadropa úr: Lemon, Peppermint, Cosmos, Lemon, Madia, Morning Glory, Nasturtium, Rabbitbrush, Shasta Daisy. Ilmkjarnaolíur: Lemon, Peppermint, Grapefruit.

 

Peace-Full:

peace-fullFyllir hjarta okkar af von, frið og trú.

Veitir mikið öryggi og staðfestu. Kemur jafnvægi á og róar tilfinningarnar. Fyrir þá sem kljást við mikinn ótta, einmannaleika, óöryggi og kvíða. Fyrir þá sem hafa orðið fyrir missi og sorg. Nortuð sérstaklega fyrir þá sem eru að kljást við alvarleg veikindi og/eða eru dauðvona. Hjálpar til við að finna fyrir sátt og frið í hjartanu.

 

Inniheldur blómadropa úr: Alpine aster, Angel’s trumpet, Angelica, Chrysanthemum, Forget-Me-Not, Love-Lies-Bleeding, Mariposa lily, Penstemon, Walnut.

 

pts-175-hPost-Trauma Stabilizer:

Fyrir alls kyns áföllum og erfiðleikum í lífi okkar, bæði gömlum og nýjum. T.d. einelti, veikindi, skilnaður, slys, makamissir. Mikil sorg, örvænting og þráhyggja eftir dauða e-h nákomins. Fyrir þá sem hafa lent í slysi eða orðið vitni að slíku. Hjálpar okkur við að vinna úr áföllunum og vinna úr erfiðum tilfinningum. Hjálpar okkur við að sjá hlutina í nýju ljósi og meta allt það sem við höfum. Endurlífgar líkama og sál. Sjá leiðiir til þess að yfirstíga erfiðleika. Bjartsýni, gleði, vellíðan. Hjálpar okkur við að finnast heil á ný.

 

Inniheldur blómadropa úr: Arnica, Bleeding Heart, Echinacea, Glassy Hyacinth, Green Cross Gentian, Fireweed,
Five-Flower Formula. Ilmkjarnolíur: Lavender, Yarrow, Hyssop.

 

sah-175-hSacred Heart:

Styrkir sambönd og samskipti við aðra. Kennir að gefa og þiggja með kærleika. Óskilyrðisbundin ást, umhyggja og vernd. Fyrir þá sem þora ekki að hleypa öðrum að sér. Hjálpar okkur að treysta og tengjast öðrum. Heilar tilfinningarnar. Aðstoðar við hjarta- og æðasjúkdómum. Fyrir þá sem hafa lent í ástarsorg eða skilnaði. Dregur úr öfund, reiði og hefnigirni. Ró, fegurð og fyrirgefning. Kemur á tilfinningalegu jafnvægi og hjálpar við að elska okkur sjálf.

 

Inniheldur blómadropa úr: Bleeding Heart, California Wild Rose, Centaury, Holly, Pink Monkeyflower, Pink Yarrow, Quince. Ilmkjarnaolíur: Rose, Yarrow.

 

yes1s-175-hYarrow Environmental Solution:

Fyrir þá sem eru viðkvæmir á ferðalögum eða innan um mikið af fólki eða finnst umhverfið trufla á einhvern hátt. Fyrir og eftir meðferðir þar sem notaðir eru, röntgengeislar, tölvur eða tæki sem fylgjast með ástandi líkamans eða lyfjameðferð. Gefur styrk til að vera í umhverfi þar sem mikið er af tæknilegum tækjum, s.s. tölvur, gsm símar, snjallsímar o.s.frv. Þegar þú ert í umhverfi sem veldur þér mikilli streitu s.s. , þar sem er mikið rafsegulsvið eða er mikil eiturvirkni, óeirðir eða jarðhrærinngar. Styrkir ónæmiskerfið af hvaða völdum sem það hefur veikst. Þegar mikið álag hefur verið og afleiðingarnar þær að þér finnst eins og skapið þitt sé ekki lengur heilsteypt. Gefur gott jafnvægi fyrir bæði sál og líkama.

 

Inniheldur blómadropa úr: White Yarrow, Pink Yarrow, Golden Yarrow, Arnica mollis og Echinacea purpurea. Formúlan er geymd í sjó úr Atlantshafi sem er með bestu samsetningu af fáanlegum steinefnum.

 

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland