Um Nýjaland

IMG_8229

Opið hús í Nýjalandi

 

Nýjaland heilsustofa hefur verið starfrækt síðan 10.júní árið 2006 á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.

Nýjaland býður upp á fjölbreytilegar meðferðir og heildrænar lausnir.

Við leggjum mikla áherslu á að þeir sem starfa í Nýjalandi séu með góða menntun og mikinn metnað um að ná sem bestum árangri í sínu starfi.

Nýjaland flytur inn ýmsar hágæða heilsuvörur sem heila bæði líkama og sál. Við erum afar stolt af vörunum okkar m.a. FES blómadropum og líkamsolíum sem eru ein af þeim vönduðustu sinnar tegundar enda vottaðar með DEMETER hágæðastimpli sem lífefldar (biodynamic) vörur. FES eða Flower Essence Services selur sína vöru í fleiri en 50 lönd um allan heim. Það er gaman að hafa Ísland þar á meðal.

IMG_2369

Útskrift nemenda úr Heilunarskólanum

Í Nýjalandi er kennt fjölbreytilegt heilunarnám sem er kennt í 3 áföngum. Nýjaland býður einnig upp á spennandi fyrirlestra og skemmtileg námskeið fyrir bæði börn og fullorðna.

nyjaland-folk

Fyrirlestur í Nýjalandi

Í Nýjalandi bjóðum við upp á aðstöðu til leigu bæði fyrir meðferðaraðila og fyrir fyrirlestra/námskeið.

Gerðu þetta að besta ári í lífi þínu og leyfðu okkur að taka þátt í því.

Hjartanlega velkomin!
Stefanía S. Ólafsdóttir og Kristinn J. Kristinsson

Gleði, friður og hamingja

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland