Sprey í rými

 Nýjaland framleiðir 3 gerðir af einstökum spreyjum í 120 ml úðaflöskum. Þau innihalda kærleiksríkt vatn, blómadropa og ilmkjarnaolíur frá FES flowers.

Spreyin eru framleidd af alúð og kærleika.

521635_4887157616011_2020183261_n

Dæmi um virkni:

Spreyjunum er ætlað að umbreyta neikvæðri orku í jákvæða og fylla umhverfi okkar af kærleika og ljósi. Hver og ein blanda er einstök með sína virkni.

Aðferðir til notkunar:

Úðið spreyinu inn í það rými sem kosið til þess að fylla það af jákvæðri orku og þau rými sem þurfa á hreinsun að halda; t.d. svefnherbergið, stofuna, hótelherbergi o.s.frv. Einnig er mjög áhrifaríkt að spreyja í kringum líkamann til þess að styrkja áruna og hreinsa í burtu neikvæða orku.

 

Gegn neikvæðri orku:

Virkni: Gefur geislandi lífskraft og lífsorku. Aukin trú og sjálfstraust. Komast í tengingu við innri kraftinn. Verndar gegn neikvæðri orku umhverfisins.

Inniheldur: Blómadropa úr Chicory, Dandelion, Elm, Yarrow Environmental Solution (YES), Olive, Morning glory. Ilmkjarnaolíur: Eucalyptus og Lavender. Kærleiksríkt vatn.

 

 

Treystu á sjálfan þig: 

Virkni: Eykur sjálfstraust, gefur sköpunarkraft. Fyllir hjarta okkar af kærleika. Veitir góða jarðtengingu. Friðsæld og tilfinningalegt jafnvægi.

Inniheldur: Blómadropa úr Bleeding heart, Buttercup, Chamomile, Cerato, Corn, Iris, Mariposa lily, Pretty face. Ilmkjarnaolíur: Peppermint og Ylang Ylang. Kærleiksríkt vatn.

  

Gleði, friður og hamingja:

Virkni: Gefur gleði og frið í hjartað. Tilfinningalegt jafnvægi og andleg vernd. Kærleiksríkir gleðikraftar. Aukinn sköpunarkraftur sameinaður lífsorkunni.

Inniheldur: Blómadropa úr Angelica, Aspen, Aloe vera, Garlic, Zinnia. Ilmkjarnaolíur: Ylang Ylang, Lavender og Bergamot. Kærleiksríkt vatn.

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland