Námskeið í Aqualead heilun

Um námskeiðið:

Aqualead er kennt í 3 stigum og þarf að líða að minnsta kosti 24 klst. á milli 1. og 2. stigs. Þriðja stigið er meistara stig og gefur leyfi til að kenna öðrum og aðgang að Aqualead alþjóðasamtökunum. Það þarf að líða a.m.k. 6 mánuðir frá 2. stigi svo hægt sé að taka 3. stig.

Það fer eftir fjölda nemenda hvað námskeiðið tekur langan tíma.

Það sem kennt er:

  •  Að nota Aqualead heilunarorkuna til þess að tengjast frumverum og náttúruverum, álfum og hulduverum. 
  • Heilun jarðar, plantna, skógar og dýra. 
  • Sjá jafnvægi á milli himins og jarðar. 
  • Jarðtenging, tengjast hreinni og hárri og tíðni jarðarorkunnar. 
  • Komast í snertingu við tærleika og einfaldleika náttúrunnar. 

Ávinningur og markmið:

  • Leggjum okkar af mörkum til að varðveita jörðina og koma henni í upprunalegt jafnvægi.
  • Heilun jarðarinnar og umhverfis okkar. 

Fyrir hverja: Alla sem áhuga hafa. Tengist hvorki stétt né stöðu.

Námsgögn: Bækur sem eru ekki innifaldar í námskeiði. 

Hvar: Kennsla fer fram í Nýjalandi, Eiðistorgi 13 á 2. hæð.

Hvenær: Sjá valmynd “Á döfinni/næstu námskeið”.

Verð: Frjáls framlög. 

Kennari: Stefanía S. Ólafsdóttir, græðari. “Ég bý yfir 30 ára reynslu sem ég hlakka til að miðla til þín”.

Aðrar upplýsingar:

Aqualead er orka sem kemur frá öðrum hluta alheims, vetrarbrautinni Andrómedu. Þessi orka var kynnt fyrir Sabine Blais 30. ágúst 2008 af Aríel erkiengli. Sabine bjó þá í Buenos Aires, Argentinu.  Aqualead orkan vinnur aðallega efnislega, hreinsar og gefur orku til vatns, í líkama og umhverfi.

 

Skráning er hafin og þú ert hjartanlega velkomin.

Hafðu samband í síma 517-4290 og 868-2880.

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland