Hvað er Höfuðbeina- og Spjaldhryggsjöfnun

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun (hbs) getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla af völdum sjúkdóma, slysa og áfalla.

Hbs kerfið er myndað af himnum sem umlykja heila og mænu, höfuðbeinum, spjaldhrygg ásamt mænuvökva og bandvef.
Meðferðin er heildræn, það er alltaf verið að vinna með allt kerfið en ekki bara hluta eða líkamsparta. Hún felst í mjög mildri snertingu þess sem meðhöndlar, við höfuð, spjaldhrygg og aðra líkamshluta. Hendurnar eru notaðar bæði til að greina og meðhöndla. Truflun í hbs kerfinu hefur áhrif víðsvegar um líkamann. Allt sem kemur fyrir okkur getur truflað hreyfingu kerfisins beint eða óbeint. Meðferðin hefur víðtæk og djúpstæð áhrif, ekki einungis á ákveðnum líkamshlutum heldur á allan líkamann og manneskjuna í heild.
Markmið meðferðarinnar er að koma á jafnvægi á öllum sviðum þannig tekst kerfinu okkar að ná sjálft að vinna úr hvers kyns ójafnvægi sem getur leitt til sjúkdóma.
Fíngerð snerting og mild nærvera þess sem meðhöndlar örvar innbyggðan hæfileika líkamans til sjálf heilunar. Líkaminn getur ekki starfað eðlilega nema vefir hans og vökvar geti unnið óheftir, hbs jafnarinn leitast við að skapa þetta ástand til að gera líkamanum kleift til að starfa eðlilega svo hann geti læknað sig sjálfur. Með hbs er hægt að hafa áhrif á líkamleg og sálræn mynstur sem hlaðist hafa upp fyrir tilverknað sjúkdóma, slysa og áfalla á leið okkar í gegnum lífið.

Hippocrates sagði að líkaminn læknaði sig sjálfur og sá sem veitir meðferð sé aðeins verkfæri náttúrunnar til þess.

Hverjir geta nýtt sér hbs ?

Hbs. hentar öllum aldri, allt frá vöggu til grafar, hvort sem þarf að styrkja ónæmiskefið, meðhöndla ákveðna sjúkdóma eða fást við tilfinningalegan vanda.
Hbs hentar nýfæddum og ungum börnum sérlega vel þar sem mikilvægt er að tryggja heilbrigt jafnvægi strax í upphafi.
Verðandi og nýbakaðmæður geta notið góðs af hbs. T.d. vegna óþæginda á meðgöngu eða til að jafna sig eftir fæðingu eða keisaraskurð, fæðingaþunglyndi eða samgróninga.

Börn með misþroska vandamál sem tengjast miðtauga kerfinu, lesblinda, námserfiðleikar, tannréttingar. Of langt mál er að telja allt upp sem hægt er að meðhöndla með hbs. En ég bendi á algenga kvilla í nútíma samfélagi eins og streitu, háls- höfuð- og bakverki, asma, svefnleysi, kvíða, þunglyndi og önnur sál-líkamleg mynstur.

Hvaða árangurs er að vænta ?

Þeir kvillar og sjúkdómar sem við getum þurft að glíma við búa mis djúpt líkamanum.
Flestir finna verulegan mun eftir 1-3 skipti, því hbs er mjög öflug meðferð um leið og hún er mild og auðvelt að þiggja hana.

Það fer eftir einstaklingum ekki sjúkdómnum hversu margra meðferðir eru nauðsynlegar til að fá bata. Fyrst og fremst er það vilji einstaklingsins sem ræður því hversu mikill árangur næst.Oft þurfa fleiri þættir að koma með til að fullkomin árangur náist. Þá á ég við t.d. breitt matarræði eða lífsstíl á einhvernhátt. Það er engin sjúkdómur svo erfiður að ef það er hægt að vekja lífslöngun sjúklingsins næst árangur til bata.

Hvaðan er þessi þekking komin ?

Upp úr aldamótunum 1900 uppgvötaði Dr. William G. Sutherland osteopath eða beina- og liðfræðingur að höfuðkúpubein mannsins eru hreyfanleg um saumana sem var andstætt því sem áður var talið. Hann gerði ýmsar tilraunir sem hann prófaði m.a. á sjálfum sér. Hann notaði hjálm sem hægt var að herða að á mismunandi stöðum á höfðinu. Margvísleg einnikenni komu fram þegar þrýstingi var beitt á hin ýmsu bein höfuðkúpunnar, t.d. höfuðverkur, samhæfingarvandamál og persónuleika breytingar.
Síðar uppgötvar læknirinn og osteopatinn Dr. John Upledger þegar hann er að aðstoða við uppskurð á hálsliðum sjúklings þar sem fjarlægja átti kalk af heila og mænuhimnu, dura mater, að ekki var hægt að halda mænuslíðrinu í kyrrstöðu heldur er eins og það sé takfastur sláttur. Út frá þessu gerir hann miklar rannsóknir og niðurstaðan er að hann uppgvötar sjálfstætt vökvaþrýstikerfi innan höfuðkúpu sem hefur áhrif á alla líkamsstarfsemina. Eftir að hafa kynnst rannsóknum og niðurstöðum dr. Williams Sutherland sér hann að það er hægt að nýta sér þessa þekkingu til að ná árangri um að bæta heilsu fólks. Hann fær lið af vísindamönnum til að vinna með sér í að rannsaka og mæla nákvæmlega hinar örsmáu hreyfingar höfuðbeinanna, í hvað átt og hve hratt þau hreyfast. Út frá þessu þróast hbs kerfið sem er oft nefnt þriðja kerfið, hin eru blóðrásarkerfið og öndunarfærakerfið. Það er 1972 sem hann getur sýnt fram á að þessi meðferð getur nýst okkur gegn ýmsum erfiðum kvillum.

Hann hefur náð frábærum árangri í störfum sínum og rekur kennslu- og meðferðastofnun í Bandaríkjunum.

Hvað nám er að baki ?

Hbs hefur breiðst mjög hratt út víða um heim. Fyrstur íslendinga til að kynnast sér hana var Gunnar Gunnarsson sálfræðingur, sem skipulagði fyrsta námskeiðið í þessari árangursríku meðferð hér á landi. Hann kynntist hbs í Þýskalandi og skipulagði nám í greininni og fékk til liðs Svariupo Heike Pfaff sem var fyrsti kennarinn til að kenna hér á landi. Árið 1995 luku 25 manns námi í hbs og 35 manns 1998.
Árið 1997 fóru þau Guðrún Hauksdóttir og Gunnar Gunnarsson til frekar náms til London í College of Cranio-Sacral Therapy eða CCST til að læra meira um hvernig meðhöndla má börn. Það varð til þess að Thomas Attlee osteopat, stofnandi og skólastjóri skólans kom til Íslands haustið 1998 og hóf kennslu á vegum CCST hér á landi.
Námið er í sex hlutum og er kennt á tveimur árum. Þar skiptast á krefjandi námskeið, reglulegar æfingar, próf og heimaverkefni. Hvert námskeið stendur yfir í sjö daga og er samtals 45-50 klukkustundir. Til viðbótar eru gerðar kröfur um að nemendur hafi tiltekna menntun í líffræði, sjúkdómafræði og lífeðlisfræði.
Markmið CCST skólans er að nemendur sem útskrifast sem hbs jafnarar, hafi til þess vandað kennsluefni til lestrar, fari í gegnum strangt æfingarferli á þeim tveimur árum sem tekur að ljúka námi. Að nemendur séu hæfir til að geta gefið árangursríka meðferð að námi loknu. Námið stenst þær kröfur sem gerðar eru sem skilyrði fyrir aðild að bandalagi íslenskra græðara sem var samþykkt með lögum frá Alþingi árið 2005.

Þeir sem hafa kosið þetta nám eru gjarnan fólk úr heilbrigðisstéttinni, s.s. sjúkraliðar, ljósmæður, hjúkrunafræðingar og sálfræðingar og þeir sem eru að vinna með aðrar náttúrulækningar, en einnig fólk úr margbreytilegum stéttum samfélagsins.

Hvernig nota aðrar þjóðir hbs ?

Því miður vannst mér ekki tími til að rannsaka það á þann hátt að ég geti verið með staðfestar niðurstöður. En það hef ég hugsað mér að gera þegar tími vinnst til. Ég veit þó að í Lúxemborg er hbs inn í sjúkrasamlaginu og fólk fær endurgreitt eins og fyrir aðrar meðferðir sem læknar vísa á eins og sjúkraþjálfun osfr. Allstaðar sem ég hef heyrt erlendis frá er þetta meðferðarform í hávegum haft og hefur þegar fest sig í sessi í samfélaginu. Við eru “pínulítið” á eftir hér á Íslandi en það verður bót á því í allra nánustu framtíð. Margir sjúkrasjóðir endurgreiða t.d. nú þegar fyrir meðferð í hbs og fleiri og fleiri bætast í hópinn svo við eru bjartsýn um að sem flestir hafi aðgang að þeirri snilld sem hbs. er.

Lífsorkan og Cranío

Við notum gjarnan þessa styttingu og notum orðið Carnío eru þá að stytting á Cranío Sacral Therapy. Svolítið þjálla en Höfuðbeina og sjaldhryggsjöfnun.
Eins og áður sagði uppgvötar dr. John Upplegder þennan slátt eða takt sem er í mænuvökvanum hann mælist í 4-14 slögum á mínútum og með því að hlusta á þennan takt erum við að hlusta á lífsorkuna, uppsprettu okkar. Þetta er það sem kviknar fyrst þegar líf kviknar og það síðasta sem deyr, löngu eftir að hjartað hættir að slá er hægt að hlust á þennan takt lífsorkunar í mænuvökvaflæðinu. Þetta er stórkostleg uppgötvun og meðal annars það sem við greinum þegar við skoðum ástand skjólstæðinga okkar. Með því náum við til innsta kjarna og þannig næst mjög heildræn sýn á ástandi manneskjunnar.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland