Hvernig eru FES blómadroparnir notaðir?

Það eru margar leiðir til að nota blómadropana á árangursríkan hátt. Það er hægt að taka þá inn beint úr flöskunni, nokkra dropa í einu; eða þremur eða fjórum dropum úr flöskunni er blandað í lítið magn af vatni, og síðan drukkið nokkrum sinnum á dag. Einnig er hægt að setja 3/4 hluta vatn í 30 ml flösku og blanda út í 2-4 dropa af hverjum blómadropa (sem viðkomandi þarfnast), og að lokum er einni matskeið af koníaki bætt við.
Eplaedik eða jurtaglýseról geta einnig verið notuð sem annars konar varnarefni, í hlutföllum 1/3 eða 1/2 af 30 ml. flösku.

Dæmigerður skammtur af blómadropum eru fjórir dropar undir tunguna, fjórum sinnum á dag. Virknin er ekki aukin með því að taka fleiri dropa í einu, heldur með því að auka tíðnina í neyðartilfellum. Börn eða mjög næmir einstaklingar geta þurft að auka tíðni notkunar, t.d. einu sinni eða tvisvar á dag.
Blómadroparnir eru líka til í úðabrúsa sem er úðað beint í munninn, eða í umhverfið.

Hvernig eru blómadroparnir valdir?
Í gegnum vandlegar hugleiðingar, hugleiðslu, sjálfsskoðun og ráðgjöf við aðra, er mögulegt að gera sér grein fyrir aðal vandamálunum eða áskorunum sem eru tengd vinnunni, samböndum, eða sjálfsímynd. Í bókinni Flower Essence Repertory og möppunni eru jákvæðir eiginleikar og mynstur ójafnvægis bornir saman til þess að velja þá blómadropa sem henta best. Þegar blómadroparnir eru valdir er mikilvægt að hafa opinn huga og búa sér til skýr markmið um betri líðan og vera einnig meðvitaður um vandamálið sem þarf að laga. Mælt er með að velja 3-6 blómadropa í einu, eða jafnvel einungis 2, til þess að einblína á aðal vandamálin.
Athugið: Einstaklingar sem eiga við alvarleg heilsuvandamál að stríða ættu að ráðfæra sig við sérfræðing í blómadropum.
Hvaða árangri nærðu með blómadropanotkun?
Blómadropameðferðin er mjög árangursrík meðferð. Sumir finna fyrir sterkum áhrifum þeirra strax og finna fyrir miklum breytingum. Aðrir nema ekki breytingarnar fyrr en eftir dálítinn tíma eða þeim er bent á breytingarnar sem hafa orðið í lífi þess. Breytingarnar geta t.d. verið betri svefn, enginn kvíði, meiri árangur í vinnunni, aukin samskipti og tjáning, bætt sjálfsímynd, dýpra innsæi og vitund, o.fl.

Blómadroparnir eru ekki undralyf sem er alla meina bót, heldur auka þeir getuna til þess að takast á við áskoranir eða erfiðleika lífsins og vinna úr þeim.

Blómadroparnir styðja við hugleiðslu og bænir, andlegan þroska, félagslega hæfni, líkamlega vellíðan, gott og hollt mataræði; en þeir koma ekki í stað fyrir aðrar læknisfræðilegar meðferðir eða lyf. Blómadroparnir eru notaðir til þess að dýpka vitundina, örva hugsunina og tilfinningarnar sem stuðla að betri heilsu og bættri vellíðan, og auka tenginguna á milli líkamans og sálarinnar.

 

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland