Hvernig eru FES blómadropar búnir til?

Dæmigerðir FES blómadropar eru búnir til með nákvæmri blöndu úr frumefnunum fjórum: Jörð, Vatni, Lofti og Eldi, en einnig umhverfislegum og stjarnfræðilegum þáttum. Blómin eru handtýnd við hámark blómstrunar á vandlega völdum stöðum í görðum FES flower essence formulas fyrirtækisins. Þeim er blandað við hreint vatn sem kemur frá sama stað og hvert einasta blóm, og er sett undir beran himininn þar sem fallegir geislar sólarinnar geisla. Fimmti dæmigerði þátturinn sem er nauðsynlegur í gerð blómadropanna er samstilling og næmi frá þeim sem undirbýr plöntuna, umhverfið og alheimskraftinn í kringum hana.

Þeir eru gerðir úr lífrænum og villtum blómum, geymdir í lífrænu og lífefldu (biodynamic) alkóhóli (koníaki).

Demeter samtökin hafa gefið FES blómadropunum hæsta gæðastimpilinn sem lífefld (biodynamic) vara. Eins og áður sagði er þetta hæsti mögulegi gæðastimpillinn sem hægt er að fá á alþjóðlegum markaði vistfræðilegs landbúnaðar og náttúrulegs varnings. Kröfurnar fyrir Demeter stimpilinn eru mikli hærri heldur en skilyrði fyrir lífræna vottun.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland