Hvað eru blómadropar?

Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru fullkomlega öryggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni. Blómadropar raska ekki öðrum hefðbundnum lækningum og þeir koma ekki í staðinn fyrir þær. Hver sem þarfnast hjálpar má nota blómadropa frá 0 – 99 ára.

IMG_0902IMG_1081

Blómadropar eru vökvi sem bera með sér kraft og einstakleika hvers og eins blóms eða plöntu. Þeir eru þróaðir upprunalega um 1930 af enska lækninum, Dr. Edward Bach. Blómadroparnir eru sagðir vera mjög nytsamlegir og öryggir í notkun. Þeir innihalda einungis lítið magn af efni og þess vegna eru þeir ekki flokkaðir sem lífefnafræðilegt lyf. Blómadroparnir tilheyra nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum úr efnum.

Blómadroparnir víkka skilning okkur á betri líðan, hjálpa okkur að viðurkenna sambandið milli líkamans og sálarinnar, og samblöndu sálræna, geðræna, tilfinningalega og líkamlega þætti til að finna fyrir vellíðan. Þeir vinna með óljósa en mjög mikilvæga hlið sálarinnar, þar sem hugsanir og tilfinningar eiga uppruna sinn. Líkt og matur nærir líkama okkar, næra blómin sál okkar og bæta bæði tilfinningalegt og sálfræðilegt jafnvægi og vellíðan.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland