Á döfinni – næstu námskeið

Námskeið fyrir börn 9-11 ára :

Nú eru að hefjast spennandi sumarnámskeið fyrir börn 9-11 ára. Nánari upplýsingar um námskeiðið er undir Heilunarskólinn – Námskeið fyrir börn 9-11 ára. 

Blómadropanámskeið:

Nánari upplýsingar um námskeiðið er undir Heilunarskólinn – Heilunar- og Blómadropanámskeið. 

Heilunarskóli Nýjalands 2019

Heilunarskóli Nýjalands er kenndur í þremur áföngum. Hver áfangi er sjálfstæður þannig að eftir hvern áfanga fær nemandi vottaða útskrift um að hann hafi lokið þessum áfanga.

Heilunarskólinn er nú kenndur að hluta í fjarnámi sem gefur nemanda mikið frelsi um hvenær hann byrjar námið. Það er svo samkomulag og hentugleiki hvenær nemendur hitta kennarann í verklegri kennslu. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú í nokkur ár með góðum árangri.

Kennari hefur stundum komið til nemanda ef hann býr út á landi í verklegu kennsluna.

Kennslan hefst á haustin í byrjun september og er vanalega stefnt að því að klára hvern áfanga á 3 mánuðum. En það er hægt að sníða námið eftir þörfum hvers og eins.

Ath. þetta er töluvert kefjandi nám og þarf því að gefa sér góðan tíma, þannig næst mestur árangur.

Nemendur kynnast gömlum og nýjum nemendum og geta þannig myndað tengsl við aðra sem eru eða hafa stundað þetta nám.

Hver áfangi kostar 129.000.-kr.

Skráning er hafin og þú ert hjartanlega velkomin

Það er allt hægt, hjá okkur í Nýjalandi;)

(Bendi á umsagnir nemenda.)

Umsagnir

Óskastund 2019

Heilunarskóli Nýjalands býður upp á hugleiðslu sem við köllum Óskastund.

Það er öllum frjálst að mæta. Við förum í hugleiðslu til að ná árangri í að láta óskir okkar og drauma rætast.

Finna gleðina í að efla sjálfan þig; sjálfstraust, metnað, sköpun, staðfestu, hugrekki, jákvæðni, heiðarleika, sannleiksást ofl.

Finna gleðina í að vera; duglegur, fagmannlegur, skipulagður, með eftirfylgni, frumkvæði, vilja, atorku ofl.

Finna gleðina í að vera í góðum samskiptum; kærleiksrík, einlæg, hrósa, vera með húmor, hjálpsöm, hlusta, vera ákveðin ofl.

Hvernig manneskja vilt þú vera og hvað vilt þú eiga, hver eru markmið þín, hvaða árangri vilt þú ná?

Hvenær við komum til með að hittast verður auglýst síðar.

Endilega veru í sambandi ef þú hefur áhuga á að taka þátt.

Heilunarfélag Íslands Fundir

Verða auglýstir síðar

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland