Fagmennska í 30 ár

FES blómadroparnir eru framleiddir af fyrirtækinu Flower Essence Services, sem er rekið af hjónunum Richard Katz og Patricia Kaminski. FES fyrirtækið var stofnað fyrir meira en 30 árum og er staðsett við fjallsrætur Sierra Nevada, í Kaliforníu. Blómin eru ræktuð í einstaklega fallegu umhverfi í einkagörðum þeirra sem kallast Terra Flora. Garðarnir ná yfir 17 ekrur af fallegum lífrænt ræktuðum blómum og jurtum, glitrandi ám og tjörnum, himinháum fjallstindum og öðrum náttúruundrum. Umhverfið er hinn fullkomni staður til þess að undirbúa og plönturnar og framleiða þessa hreinu og kraftmiklu vöru sem er send til viðskiptavina um allan heim.

FES er mjög virt og fremst í sínum flokki í jurtalækningum. Það er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi árangur á alþjóðavísu. FES blómadroparnir hafa verið þróaðir í gegnum nákvæmar rannsóknir og athuganir af sérfræðingum um allan heim. Í dag eru FES vörurnar notaðar í fleiri en 50 löndum víðs vegar um heiminn, af hundrað þúsund sérfræðingum í heilbrigðisstéttinni.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland