Fyrirlestur um heilun

Nýlega hélt Gunnar Rafn Jónsson læknir fyrirlestur í Nýjalandi um heilun. Hér má lesa fyrirlesturinn: 

GRJ-150x150

Gunnar Rafn Jónsson, læknir

 

“Elskulegir nemendur heilunarskóla Nýjalands, heilarar, græðarar og aðrir áheyrendur.

Það gleður mig að vera hér í dag.

Presturinn var að gera meðhjálparann alveg brjálaðan og þá datt honum það snjallræði í hug að að gera prestinum grikk. Meðhjálparanum var kunnugt um það að presturinn æfði sig alltaf á ræðunni í kirkjunni á laugardag fyrir messu og skildi ræðuna eftir í predikunarstólum til næsta dags. Meðhjálparinn laumaðist síðla laugardagskvölds út í kirkju og fjarlægði eitt blað úr ræðunni. Ræða sunnudagsins fjallaði um paradís Adam og Evu og ávöxtinnfræga. Presturinn: „Og þá segir Adam við Evu, hvað…..hér vantar áreiðanlega blað?“

Í dag munið þið brjóta blað í ykkar sögu, en það virðist því miður vanta blöð víða.

Forseti Bandaríkjanna Norður Ameríku tilkynnti að 100 milljónum dollara yrði varið til rannsókna á heilastarfsemi. Stærsti Evrópu styrkurinn er einnig tileinkaður slíkum rannsóknum. Samt kunnum við ekkert að fara með innihaldið, sjálft heilabúið og tilfinningar sem verða til á hverjum degi. Sköpunarverkið er nefnilega stórkostlegt það virðist vera uppbyggt innst sem yst. Allt byggist á ljósi, orku, rafsegul orkunni, hljóði og meðvitund. Árveknin, athyglin og tilfinningar okkar eru hljóðfæraleikararnir í þessari lífs sinfoníu okkar.

Könnun mannlegs innsæis að þekkja sjálfan sig, að elska sjálfan sig og enduruppgötva hina innstu hreinu guðlegu vitund sem leynist í hjarta hvers manns. Hún er stundum í felum, liggur í fjötrum tilfinninga og fordóma, rammvillt í völundarhúsi undirmeðvitundar sem ræður 90% öllum okkar daglegu hugsunum og viðbrögðum. Ákall hennar berst stundum til meðvitundarinnar, viljans, líkama okkar. Oft í formi einhvers konar verkja , ónota eða vanlíðunar. Kallið bergmálar í skynjun okkar. ÉG VIL VERA FRJÁLS. Ykkar hlutverk sem heilara, heilara ykkar sjálfra, heilara skjólstæðinga ykkar og samfélagsins alls er að svara þessu kalli. Koma aftur á jafnvægi í samtali frumanna, skynjun þeirra og starfsemi.

Ég ætla að fara með ykkur í örstutt ferðalag. Við skyggjumst inn um líkamann, athugum hvernig orkan losnar úr læðingi og hugum að jafnvæginu.

Einhverja hugmynd hafið þið um hvað heilun er. Hvað getur þú þá gert sem heilari? Hvað er að gerast innra með okkur? Hvernig er kerfið uppbyggt í okkur? Hvernig leysum við svo vandann og hvernig leysum við úr flækjunni?
Heilun er hagnýting lífsorku fræðanna, farvegur æðri krafta.

Kínverskir læknar segja að við getum ekki orðið veik nema truflanir hafi átt sér stað í orkukerfi líkamans.

Hvað um bílinn, hann verður straumlaus, eldurinn slokknar í arninum. Mannskepnan getur líka orðið orkulaus. Einstaklingur í ójafnvægi líkamlega og andlega, líður illa eða sjúkur. Þá þarf að blása lífi í glæðurnar og endurvekja innri orku.

Virkja alheimsorkuna innra sem ytra, jafnt á efnislegu, sálrænu og andlegur hliðarnar.

Þið hafið nú þegar í námi ykkar fræðst um orkukerfin og orkustöðvarnar.

Möguleg vegferð orkunnar er eftir bandvefshylkjum líkamanns og síðan eftir þéttriðnu holu pípuneti frumanna.

Þið getið miðlað orku, leyst stíflurnar og komið flæðinu aftur í lag. En bæði þið og skjólstæðingar ykkar verðið að trúa því að bati geti átt sér stað. Hvað þarft þú þá sem heilari?

Þú þarft trú, þú þarft traust á sjálfum þér. Ennfremur þarf að ríkja traust á milli þín og skjólstæðinga þinna, þú þarft að sýna umhyggju, athygli og samkennd. Þú þarft að viðurkenna upplifun skjólstæðingsins, setja þig í hans spor, þú þarft að virkja skjólstæðinginn til að virkja allt í sjálfum sér.

Þið sem heilarar virkið orku þiggjandans sjálfs, komið á jafnvægi, notið ykkar orku (kærleiksorkuna) og eruð milliliður fyrir æðri krafta. Þú getur einnig hjálpað viðkomandi að breyta viðhorfum sínum, hugsana mynstrinu og vitundarstiginu. Hugurinn hefur nefnilega áhrif á hæfni ofnæmiskerfisins í því að halda sér frískum og vinna bug á sjúkdómum.

Þið þekkið þessi hefðbundnu skynfæri er það ekki? Sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinningar. En við bætist svo, innsæi, meðvitund, árverkni, og aðrir þættir sem vinna í orkuflæðinu, skynjun alls sem er. Meðvitund, skynjun að vera, friður, ró, íhugunin, bæn. Sérhver fruma innra með okkur veit nefnilega nákvæmlega hvað hún á að gera, hún veit að hún á að skapa, veit að hún á að haga sér, eina sem hún þarf er jafnvægi.

Frumuhimnan hefur yfir 300 tegundir af viðtækjum. Eggjahvítu efnin í frumuhimnunni geta mótast og snúið sér alveg eins og hnykill, bandhnykill. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri boðleiðir og efni sem frumurnar nota sem samskiptamiðla ( eins og tístið eða sms). Þær eru hormón, peptíð og lítil mólikúl eggjahvítuefnanna, jafnvægi þarf að ríka í söltunum, óteljandi rafboð eiga sér stað og í stafrænni segulómskoðun er hægt að sýna fram á það í heilanum, hvar skynjun á sér stað í heilanum. Hún er ekki bara á einum stað heldur mörgum stöðum og svo hleypur þetta fram og til baka eins og í mjög flóknum tölvum.

Hlutverk ykkar sem heilara er að upplýsa skjólstæðinga ykkar að mest máli skipti fyrir viðkomandi sé þetta: Hvað þú hugsar, hvernig þú vinnur úr tilfinningum þínum, hvað þú borðar, hvernig þú hreyfir þig, hvernig þú hvílist, hvernig þú tekst á við streitu, hvernig þú kærleiksríkt umgengst ættinga, vini, kunningja og vinnufélaga.

Ég segi við hvert ykkar, þú getur þetta, gerðu sjálfum þér greiða, elskaðu sjálfan þig, náðu stjórn á eigin huga, settu þér markmið, settu fram staðhæfingu, mótaðu yfirlýsingar um endurbætur á tilveru þinni. Síðan er galdurinn falinn í því að eyða öllum vandkvæðum um endurbætur á meðvitað og endurtaka svo staðhæfinguna, uns hugurinn hafi fest trú á því sem hann inniheldur, þá verður hún að veruleika. Við getum síðan velt fyrir okkur spurningum t.d. hvaða áhrifum má ná með þessu móti í vísindum, heimspeki, rannsóknum á meðvitundinni, guðspekinni, trúnni, þar sem andi er þetta guðlega eðli okkar. Vísindin geta ekki gefið skýringu á voninni né heldur þýðingu lífsins, hlutverki okkar.

Tíminn minn í dag leyfir ekki frekari útlistanir á fjarhrifum, esp eða pse þ.e.a.s. hvernig þú getur læknað einstaklinga sem eru langt í burtu. Né tala um placebo, þennan þátt sem er svo merkilegur innra með okkur, sem best verður þýddur á íslensku, verði svo sem ég vil.

Elskulegir hlustendur, heilarar, heilunarskólanemendur og aðrir sem hér eru, hafið þið gert ykkur grein fyrir því hvað þið eruð stórkostlegt fólk, yndisleg, brosandi, kærleiksrík, hjálpsöm, er það ekki? Öðruvísi væruð þið ekki hér, takandi þátt í ástarbyltingu Paji Adams, sannfærð um mátt andans. Við erum öll að skapa listaverk, listaverk lífsins sjálfs. Þið sem eruð að útskrifast eruð að taka að ykkur gefandi starf, þið hafið aflað ykkur kunnáttu og skilning á starfinu, þið gerið ykkur grein fyrir samvinnu heila, líkama, hugsanna, sálar og tilfinninga. Þið notið nú hvort tveggja í framtíðinni, rökhyggjuna og allt sem þið hafið lært af bók annarstaðar, búið til hristing, myndið ykkar skoðun og svo notið þið ykkar innsæi, næmnina að þroska ykkur og æfa ykkur.

Jafnframt hafið þið áttað ykkur á að ljúft brosið ykkar, læknandi snertingin, kærleiksríka hlustun ykkar, viðmótið hjálpar gífurlega. Skjólstæðinga ykkar grípur oft hræðsla eða vanmáttarkennd sem þið getið hughreyst og kveikt von um bata. Heilunarljósið lýsir upp tilveruna, skapar frið og ró. En þið þurfið sjálf orku fá hana m.a. úr umhverfinu. Leikið ljúfa tónlist, njótið allra lista, sitjið í heitapottinum eða ilmsterku freyðibaði og skapið ykkar veröld. Þið horfið dolfallin á afkvæmi ykkar, fylgist með þroska þeirra dag frá degi. Miðlið kærleika, gleði og þroska. Þið sýnið samferðafólki ykkar virðingu og kærleika. Þið deilið gjöfum jafnt við hátíðleg tækifæri á jólum og afmælum, daglega með ástvinum og skjólstæðingum. Þið dásamið allt sköpunarverkið og gerið ykkur grein fyrir þátttöku ykkar í því öllu. Sem er til frekari þroska. Með því að efla skilningarvitin, næmni fyrir umhverfinu. Jafnt því sem talað er um dauða hluti og öllu sem hrærist, lífverum, öllum; verðum við meiri listamenn. Við lærum betur á lífið, skynjum þennan galdur listarinnar, listarinnar að lifa. Þannig skynjum við ennfremur boðskapinn í ævintýri Richard Bach um máfinn. Jónatan Livingston máfur var ósköp venjulegur máfur, en hann vildi eitthvað meira, fljúga betur, fljúga hærra, flottar, svífa lengra, stinga sér úr enn meiri hæð og hann æfði sig þrotlaust. Hann setti sér markmið og náði því. Og hann komst ennþá lengra. Hann gat flutt sig um set með hugar aflinu einu saman.. Hann var klár fyrir æðri víddir. Er ég á himninum, spurði hann? Það er enginn slíkur staður, engin stund. Himnaríki er að ná fullkomnun, hefur engan mælikvarða. Þú getur flogið í fortíð og framtíð en þá tekur við ánægjulegasta, erfiðasta en mikilvægasta verkefnið. Verkefnið sem býður er að fljúga inn í tilgang góðmennsku og ástar það segir gamli máfurinn við hann um leið og hann leysist upp. Síðustu orð hans voru , haltu áfram að æfa þig í kærleika. Jónatan ákvað að snúa heim til fyrri heimkynna. Tók að kenna flugkúnstina, kenna ungum óreyndum máfum af áfergju og list. Það eru engin takmörk, bara þrá eftir fullkomnun í kærleika, virkjun alls sem er.

Nú er það ykkar hlutverk, ykkar tækifæri að endurstilla kerfið, finna guðsneistann í hjarta ykkar. Leiðbeina skjólstæðingum ykkar, dreifa hinni jákvæðu tíðni út í samfélagið. Að hjálpa öllum að finna sitt rétta sjálf. Til þess þarf trú, von og kærleika. Það þarf einnig sjálfsöryggi, sjálfstraust, sjálfsþekkingu. Það þarf hæfni á tilfinningasviðinu, tilfinningagreindina. Það þarf núvitund, hugarró, gjörhygli og það þarf þekkingu.

Umbylting samfélaga byggist á því hvaða augum þið horfið á heiminn, hvað sýn þið hafið, hvaða viðhorf þið hafið, hvernig þið komið fram, hvernig þið gerið verkefnin sem þið takið að ykkur. Ég segi við ykkur, verið boðberar ljóssins, leyfið hinni sönnu orku kærleika ástarinnar að flæða til ykkar skjólstæðinga, til allra samferðamanna. Þar með leggið þið ykkar sál á lóð vogaskálarnar. Þið styðjið uppbyggingu á sjálfbæru, sanngjörnu, heiðarlegu og ástríku samfélagi. Þetta er ykkar tækifæri, notið það.

Það er mér heiður að fá að deila með ykkur, hugsunum mínum, þekkingu og reynslu, takk fyrir það.

Spurning:

Hvernig sérð þú fyrir þér að þessi fræði sameinist læknisfræðinni þ.e.a.s. nútíma læknisfræðinni sem verið er að kenna í dag og hvers vegna hefur þú áhuga á að þessi þekking sameinist?

Svar:

Vísindin og trúin skildust að um 1500. Síðan hafa menn í vestrænum löndum gleymt því hvað máttur andans, náttúrunna og alls er. Menn hafa viljað helst einblína sífellt á það að lækna, uppgötva með tækjum, sjá hvernig þetta er inn í þér og allt slíkt, menn gleyma tilfinningunni. Þetta er eins og bændur, ef þeir hættu að horfa til veðurs eða hættu að hlusta eftir hljóðum náttúrunna, hættu að finna.

Í dag sjá menn meira og meira í vestrænni læknisfræði að þetta verður að vinna saman. Við erum ekki tvennd eða þrennd. Við erum ekki aðskilin líkami og sál eða eitthvað meira. Við erum eitt, þetta eitt er samhangandi.

Menn hafa stofnað deildir og samtök víða um heim til þess einmitt að vinna heilshugar saman að tengja þetta hvorutveggja saman. Vegna þess að það er ekki bara að það náist betri árangur, það er líka miklu ódýrara. Ef menn vinna saman í hópi verður betri árangur.

Ef við lítum á hina hliðina í læknisfræðinni t.d. í öllu náminu mínu, lærði ég aldrei að vélrita, ég lærði ekki orð um næringarfræði, ég lærði ekkert um „óhefðbundnar“ lækningar. Ef að menn eru aldir svona upp, ef menn fá þessa innrætingu hvar sem er, þá verða menn ekki öryggir ef eitthvað nýtt kemur upp, menn verða hræddir, þora ekki að úttala sig og því verður einfaldasta svarið, þetta hefur aldrei verið sannað, þetta er bara rugl og vitleysa. ‚ástæðan fyrir því er sú að menn eru ekki lesnir á svarinu, hafa ekki vit á því hvað þeir eru að tala um, hafa ekki lesið sér til um það, vilja því ekki ræða það vegna þess að þá geta þeir lent í vandræðum. Menn geta líka fengið aðkast frá öðrum innar stéttarinnar ef þeir hafa áhuga á þessu „óhefðbundna“. Það á jafnt við um allar stéttir innan heilbrigðisgeirans.

Menn tala iðulega um kraftaverk, jú kraftaverk eru til en sumir vilja segja að kraftaverk sé einungis það sem þú trúir á en veist ekki hvernig. En vitum við bara að þetta virkar svo að allir geta gert þetta. Tilraunir hafa sýnt með bænina að ef að tveir einstaklingar sem eru nánir, par eða góðir vinir hittast og biðja fyrir einhverjum, hvort sem hann er nær eða fjær, þá fer þessi orka (bænin) til þess einstaklings sem beðið er fyrir alveg sama hvort þeir sem eru að biðja er í lokuðum klefa, bænin virkar samt.

En fyrir ykkur sem eruð ekki í lokuðum klefa, þið eruð með áhrif út um allt, þið getið þetta og þessu hefur oftlega verið lýst. Richard Howkins lýsti þessu mjög vandlega í sýnum fræðum og Jesú lýsir þessu í Nýja- testamentinu, að við hefðum þessa krafta og gætum gert eins og hann.

Ef að menn hafa ekki víðsýni og vilja ekki samstarf, það kemur í veg fyrir svona hópefli. En það er hafið samstarf á milli einstaklinga. Tíminn er kominn.”

Hvað eru blómadropar?

Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru fullkomlega öryggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni. Blómadropar raska ekki öðrum hefðbundnum lækningum og þeir koma ekki í staðinn fyrir þær. Hver sem þarfnast hjálpar má nota blómadropa frá 0 – 99 ára.

IMG_0902IMG_1081

Blómadropar eru vökvi sem bera með sér kraft og einstakleika hvers og eins blóms eða plöntu. Þeir eru þróaðir upprunalega um 1930 af enska lækninum, Dr. Edward Bach. Blómadroparnir eru sagðir vera mjög nytsamlegir og öryggir í notkun. Þeir innihalda einungis lítið magn af efni og þess vegna eru þeir ekki flokkaðir sem lífefnafræðilegt lyf. Blómadroparnir tilheyra nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum úr efnum.

Blómadroparnir víkka skilning okkur á betri líðan, hjálpa okkur að viðurkenna sambandið milli líkamans og sálarinnar, og samblöndu sálræna, geðræna, tilfinningalega og líkamlega þætti til að finna fyrir vellíðan. Þeir vinna með óljósa en mjög mikilvæga hlið sálarinnar, þar sem hugsanir og tilfinningar eiga uppruna sinn. Líkt og matur nærir líkama okkar, næra blómin sál okkar og bæta bæði tilfinningalegt og sálfræðilegt jafnvægi og vellíðan.

Hvernig eru FES blómadropar búnir til?

Dæmigerðir FES blómadropar eru búnir til með nákvæmri blöndu úr frumefnunum fjórum: Jörð, Vatni, Lofti og Eldi, en einnig umhverfislegum og stjarnfræðilegum þáttum. Blómin eru handtýnd við hámark blómstrunar á vandlega völdum stöðum í görðum FES flower essence formulas fyrirtækisins. Þeim er blandað við hreint vatn sem kemur frá sama stað og hvert einasta blóm, og er sett undir beran himininn þar sem fallegir geislar sólarinnar geisla. Fimmti dæmigerði þátturinn sem er nauðsynlegur í gerð blómadropanna er samstilling og næmi frá þeim sem undirbýr plöntuna, umhverfið og alheimskraftinn í kringum hana.

Þeir eru gerðir úr lífrænum og villtum blómum, geymdir í lífrænu og lífefldu (biodynamic) alkóhóli (koníaki).

Demeter samtökin hafa gefið FES blómadropunum hæsta gæðastimpilinn sem lífefld (biodynamic) vara. Eins og áður sagði er þetta hæsti mögulegi gæðastimpillinn sem hægt er að fá á alþjóðlegum markaði vistfræðilegs landbúnaðar og náttúrulegs varnings. Kröfurnar fyrir Demeter stimpilinn eru mikli hærri heldur en skilyrði fyrir lífræna vottun.

Hvernig eru FES blómadroparnir notaðir?

Það eru margar leiðir til að nota blómadropana á árangursríkan hátt. Það er hægt að taka þá inn beint úr flöskunni, nokkra dropa í einu; eða þremur eða fjórum dropum úr flöskunni er blandað í lítið magn af vatni, og síðan drukkið nokkrum sinnum á dag. Einnig er hægt að setja 3/4 hluta vatn í 30 ml flösku og blanda út í 2-4 dropa af hverjum blómadropa (sem viðkomandi þarfnast), og að lokum er einni matskeið af koníaki bætt við.
Eplaedik eða jurtaglýseról geta einnig verið notuð sem annars konar varnarefni, í hlutföllum 1/3 eða 1/2 af 30 ml. flösku.

Dæmigerður skammtur af blómadropum eru fjórir dropar undir tunguna, fjórum sinnum á dag. Virknin er ekki aukin með því að taka fleiri dropa í einu, heldur með því að auka tíðnina í neyðartilfellum. Börn eða mjög næmir einstaklingar geta þurft að auka tíðni notkunar, t.d. einu sinni eða tvisvar á dag.
Blómadroparnir eru líka til í úðabrúsa sem er úðað beint í munninn, eða í umhverfið.

Hvernig eru blómadroparnir valdir?
Í gegnum vandlegar hugleiðingar, hugleiðslu, sjálfsskoðun og ráðgjöf við aðra, er mögulegt að gera sér grein fyrir aðal vandamálunum eða áskorunum sem eru tengd vinnunni, samböndum, eða sjálfsímynd. Í bókinni Flower Essence Repertory og möppunni eru jákvæðir eiginleikar og mynstur ójafnvægis bornir saman til þess að velja þá blómadropa sem henta best. Þegar blómadroparnir eru valdir er mikilvægt að hafa opinn huga og búa sér til skýr markmið um betri líðan og vera einnig meðvitaður um vandamálið sem þarf að laga. Mælt er með að velja 3-6 blómadropa í einu, eða jafnvel einungis 2, til þess að einblína á aðal vandamálin.
Athugið: Einstaklingar sem eiga við alvarleg heilsuvandamál að stríða ættu að ráðfæra sig við sérfræðing í blómadropum.
Hvaða árangri nærðu með blómadropanotkun?
Blómadropameðferðin er mjög árangursrík meðferð. Sumir finna fyrir sterkum áhrifum þeirra strax og finna fyrir miklum breytingum. Aðrir nema ekki breytingarnar fyrr en eftir dálítinn tíma eða þeim er bent á breytingarnar sem hafa orðið í lífi þess. Breytingarnar geta t.d. verið betri svefn, enginn kvíði, meiri árangur í vinnunni, aukin samskipti og tjáning, bætt sjálfsímynd, dýpra innsæi og vitund, o.fl.

Blómadroparnir eru ekki undralyf sem er alla meina bót, heldur auka þeir getuna til þess að takast á við áskoranir eða erfiðleika lífsins og vinna úr þeim.

Blómadroparnir styðja við hugleiðslu og bænir, andlegan þroska, félagslega hæfni, líkamlega vellíðan, gott og hollt mataræði; en þeir koma ekki í stað fyrir aðrar læknisfræðilegar meðferðir eða lyf. Blómadroparnir eru notaðir til þess að dýpka vitundina, örva hugsunina og tilfinningarnar sem stuðla að betri heilsu og bættri vellíðan, og auka tenginguna á milli líkamans og sálarinnar.

 

Fagmennska í 30 ár

FES blómadroparnir eru framleiddir af fyrirtækinu Flower Essence Services, sem er rekið af hjónunum Richard Katz og Patricia Kaminski. FES fyrirtækið var stofnað fyrir meira en 30 árum og er staðsett við fjallsrætur Sierra Nevada, í Kaliforníu. Blómin eru ræktuð í einstaklega fallegu umhverfi í einkagörðum þeirra sem kallast Terra Flora. Garðarnir ná yfir 17 ekrur af fallegum lífrænt ræktuðum blómum og jurtum, glitrandi ám og tjörnum, himinháum fjallstindum og öðrum náttúruundrum. Umhverfið er hinn fullkomni staður til þess að undirbúa og plönturnar og framleiða þessa hreinu og kraftmiklu vöru sem er send til viðskiptavina um allan heim.

FES er mjög virt og fremst í sínum flokki í jurtalækningum. Það er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi árangur á alþjóðavísu. FES blómadroparnir hafa verið þróaðir í gegnum nákvæmar rannsóknir og athuganir af sérfræðingum um allan heim. Í dag eru FES vörurnar notaðar í fleiri en 50 löndum víðs vegar um heiminn, af hundrað þúsund sérfræðingum í heilbrigðisstéttinni.

Vefhönnun © Vefsala.com fyrir Nýjaland